fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Örn sakaður um að hafa stolið milljónum frá Landspítalanum – Millifærði af reikningum læknaráðs yfir á eigin reikninga

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítalans, Örn Þ. Þorvarðarson, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Er hann sakaður um að hafa dregið sér rúmlega 4,1 milljón króna af fjármunum starfs- og gjafasjóðs læknaráðs Landspítalans á árunum 2012 til 2016.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Eru þar listaðar upp millifærslurnar sem ákært er fyrir og eru þær samtals 34 talsins. Lægsta upphæðin nemur 55 þúsund krónum og sú hæsta tæplega 600 þúsund.

Héraðssaksóknari krefst þess að Örn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Landspítalinn gerir einkaréttarkröfu í málinu og krefst skaðabóta upp á tæplega 2,5 milljónir. „Krafa þessi er gerð fyrir hönd starfsmanna spítalans sem eru eigendur þess fjár sem ákærði er talinn hafa dregið sér með ólögmætum hætti. Aðild Landspítala er því byggð á að ákærði framdi hið meinta brot í starfi sem hann var ráðinn til að sinna sem starfsmaður spítalans,“ segir í ákærunni.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvetja landsmenn til að vera tilbúna fyrir neyðarástand – Þetta þarftu að eiga

Hvetja landsmenn til að vera tilbúna fyrir neyðarástand – Þetta þarftu að eiga
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi