fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Örn sakaður um að hafa stolið milljónum frá Landspítalanum – Millifærði af reikningum læknaráðs yfir á eigin reikninga

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítalans, Örn Þ. Þorvarðarson, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Er hann sakaður um að hafa dregið sér rúmlega 4,1 milljón króna af fjármunum starfs- og gjafasjóðs læknaráðs Landspítalans á árunum 2012 til 2016.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Eru þar listaðar upp millifærslurnar sem ákært er fyrir og eru þær samtals 34 talsins. Lægsta upphæðin nemur 55 þúsund krónum og sú hæsta tæplega 600 þúsund.

Héraðssaksóknari krefst þess að Örn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Landspítalinn gerir einkaréttarkröfu í málinu og krefst skaðabóta upp á tæplega 2,5 milljónir. „Krafa þessi er gerð fyrir hönd starfsmanna spítalans sem eru eigendur þess fjár sem ákærði er talinn hafa dregið sér með ólögmætum hætti. Aðild Landspítala er því byggð á að ákærði framdi hið meinta brot í starfi sem hann var ráðinn til að sinna sem starfsmaður spítalans,“ segir í ákærunni.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar