fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Bragi handtekinn vegna rannsóknarinnar á Innheimtustofnun

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því var greint í morgun að Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Bragi Axel Rúnarsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði hafi báðir verið reknir úr starfi vegna alvarlegra brota í starfi og vanefnda á samningi vegna trúnaðarbrots.

Báðir voru þeir sendir í leyfi í desember.

Nú greinir RÚV frá því að fréttastofa hafi heimildir fyrir því að Bragi hafi verið handtekinn vegna málsins en nú stendur yfir umfangsmikil rannsókn Héraðssaksóknara fyrir vestan og eru tíu lögreglumenn og sérfræðingar á vegum embættisins að störfum við skýrslutökur og húsleit.

Miðillinn BB.is greindi frá því í desember að þeir Jón Ingvar og Bragi hefðu verið sendir í tímabundið leyfi og að talið sé að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum m.a. til fyrirtækis í eigu Braga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins