fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Kennsl borin á höndina í Bucha – ,,Barn bíður alltaf eftir móðir sinni“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 15:30

Iryna Filkina þekktist á handsnyrtingu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að bera kennsl á konuna sem er á einni af átakanlegust ljósmyndum stríðsins í Úkraínu. Myndin er af einu fórnarlambanna í Bucha í Úkraínu og sýnir útbreydda, lífvana hönd með áberandi rauðar og bleikar neglur. Myndin var meðal fjölda ljósmynda sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum og sýna hryllinginn sem rússneskar hersveitir hafa valdið í bænum. Anastasia Subacheva, förðunarfræðingur frá nágrannabænum Gostomel, þekkti strax einkennisneglur vinkonu sinnar, hinnar 52 ára Iryna Filkina. Filkina var einnig upprennandi förðunarfærðingur sem átt fjölda kennslumyndbanda um förðun á samfélagsmiðlum. Dóttir hennar, Olha Shchyruk, hafði flúið Bucha við innrás Rússa en móðir hennar varð eftir. 

Mynd af Iryinu tekin um síðustu jól.

Subacheva sagði í viðtalið við bandaríska miðilinn Times að Filkina hefði dreymt um að skapa sér lifibrauð  með förðunarmyndböndum á Instagram og leitað til hennar til að móta útlit sitt og stíl. Subacheva sagði Filkina hafa verið afar spennta fyrir komandi tónleikum og viljað líta sérstaklega vel út.

Iryna ásamt Ohla dóttur sinni.

Filkina vann í orkustöð og var að hjóla heim úr vinnunni þegar hún var skotin til bana af rússneskum hermönnum þann 5. mars síðastliðinn.  Lík hennar fannst við hlið reiðhjólsins við vegakant og voru hendur hennar útréttar. 

,,Þegar ég sá myndina brotnaði hjarta mitt,” sagði Subacheva við blaðamann Times.     

Olha Shchyruk, dóttur, Filkina, var sagt af láti móður sinnar daginn eftir, þann 6. mars, en póstaði samt sem áður á samfélagsmiðla að hún héldi enn i vonina um að móðir hennar væri á lífi. ,,Ég veit að það er enginn möguleiki þar sem hún hefur ekki haft samband í mánuð. En barn bíður alltaf eftir móðir sinni.” Hún fékk sent myndband af líki móður sinnar síðastliðinn föstudag og kvaðst hún strax hafa þekkt móður sína, óháð handsnyrtingunni.

Fjöldamorð hermanna Putin á óbreyttum borgurum í Bucha hafa valdið hryllingu um allan heim og er líkt við hryllinginn í stríðinu í Kambódíu, Balkansskagastríðinu og seinni heimstyrjöldina. Úkraínsk yfirvöld segja að minnsta kosti 410 lík almennra borgara hafa fundist í Bucha og nálægum bæjum og sé um að ræða skipulagða herferð nauðgana, pyntinga og morða. Mörg líkanna eru með hendur og fætur bundna. Zelensky, forseti Úkraínu, segir Rússa nú reyna að fjarlægja ummerki ógnarverkanna með því að fjarlægja líkin. ,,Þetta er ekkert annað en tilraun til að fela sönnunargögn,” sagði Zelensky í ávarpi til þjóðarinnar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð