Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Bragi Axel Rúnarsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa báðir verið reknir út starfi.
Þetta kemur fram hjá RÚV og Fréttablaðinu. Ástæða uppsagnarinnar eru alvarleg brot í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Nýr forstjóri stofnunarinnar hefur verið ráðinn, Ómar Valdimarsson, en hann starfaði sem stjórnandi hjá Samkaupum í 26 ár.
Þeir Jón og Bragi voru sendir í leyfi í desember síðastliðnum í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar en þar kom fram að þeir höfðu ráðstafað innheimtuverkefnum stofnunarinnar til fyrirtækis í eigu Braga.