fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Yfirmaður Bandaríkjahers segir að stríðið í Úkraínu muni hugsanlega standa árum saman – Vill fjölga bandarískum hermönnum í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 13:30

Mark Milley. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins og æðsti yfirmaður Bandaríkjahers, segir að stríðið í Úkraínu geti staðið árum saman. Hann vill fjölga bandarískum herstöðvum og hermönnum í Evrópu.

Þetta sagði hann í gær þegar hann ræddi við bandaríska þingmenn. Hann sagði að aðgerðir Rússa í Úkraínu og kröfur þeirra um að Bandaríkin og NATÓ fækki í herliði sínu við rússnesku landamærin bendi til að um langvarandi stríð og deilur verði á svæðinu og verði ekki aðeins bundið við Úkraínu.

Hann sagðist telja að líklega muni þessar deilur og átök standa árum saman, kannski ekki áratugum saman en að minnsta kosti árum saman. Hann sagðist telja að NATÓ, Bandaríkin, Úkraína og önnur ríki sem styðja Úkraínu muni verða hluti af þessum deilum í töluverðan tíma.

Hann sagði að kröfur Rússa séu ekki ásættanlegar af hálfu NATÓ og að Bandaríkin séu nú kanna hvernig sé hægt að veita meiri aðstoð og þjálfun til ríkja í Evrópu, þar á meðal til ríkja á borð við Georgíu og Finnland, sem eru ekki aðilar að NATÓ.

Milley sagðist einnig telja að Bandaríkin eigi að skoða þann möguleika að fjölga herstöðvum sínum og hermönnum í Austur-Evrópu til að vernda ríki álfunnar fyrir ágengni Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð