fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Ungir sjálfstæðismenn teknir á teppið – „Djöfulsins tækifærismennska og hræsni!“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 13:00

Lísbet Sigurðardóttir formaður stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, Steinar Ingi Kolbeins varaformaður og Ingveldur Anna Sigurðardóttir 2. varaformaður - Mynd: Halldór Kolbeinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir sjálfstæðismenn birtu í gær færslu á Twitter-síðu sinni sem hefur vakið töluverða athygli. Í færslunni kemur fram að ungu sjálfstæðismennirnir fordæmi „hvers kyns rasíska orðræðu, sama hver á í hlut“. Þá segja þeir einnig að slíkt eigi aldrei að líðast.

Þessi færsla ungliðanna hefur þurft að sæta töluverðri gagnrýni. Skilaboðin sjálf í færslunni eru að vísu ekki gagnrýnd þar sem flestir eru sammála um að rasísk orðræða eigi að vera fordæmd. Hins vegar veltir fjöldi fólks því fyrir sér hvers vegna akkúrat núna séu ungir sjálfstæðismenn að stíga fram og er þeim bent á að ýmis vandamál  varðandi málaflokkinn sem koma úr þeirra eigin flokki.

Sema Erla Serdar, baráttukona og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, er ein þeirra sem gagnrýnir umrædda færslu harðlega. „Þvílíka djöfulsins tækifærismennska og hræsni!“ segir Sema Erla á Twitter-síðu sinni um færsluna.

„Á meðan XD rekur rasíska útlendingastefnu og fordæmir ekki rasíska orðræðu síns eigin fólks eins og til dæmis Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, Ásmundar Friðrikssonar og fleiri þingmanna XD er þessi yfirlýsing ekkert nema innantómur popúlismi!“

Sema er alls ekki sú eina sem tjáir sig á þennan máta um færsluna. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar, vísar einnig í útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Óskar tjáir sig með því að endurbirta færslu ungu sjálfstæðismannanna og lætur svokallað jarm (e. meme) fylgja með endurbirtingunni.

Valgerður Kehinde Reynisdóttir, sem heldur úti Instagram-reikningnum Antirasistarnir ásamt Kristínu Taiwo Reynisdóttur og Önnu Maríu Allawawi Sonde, endurbirtir einnig færsluna. Valgerður segir í endurbirtingunni að hún viti um þó nokkra unga Sjálfstæðismenn sem hafa sagt „mjög rasíska hluti“.

Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri viðbrögð við færslunni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins