Ungir sjálfstæðismenn birtu í gær færslu á Twitter-síðu sinni sem hefur vakið töluverða athygli. Í færslunni kemur fram að ungu sjálfstæðismennirnir fordæmi „hvers kyns rasíska orðræðu, sama hver á í hlut“. Þá segja þeir einnig að slíkt eigi aldrei að líðast.
Þessi færsla ungliðanna hefur þurft að sæta töluverðri gagnrýni. Skilaboðin sjálf í færslunni eru að vísu ekki gagnrýnd þar sem flestir eru sammála um að rasísk orðræða eigi að vera fordæmd. Hins vegar veltir fjöldi fólks því fyrir sér hvers vegna akkúrat núna séu ungir sjálfstæðismenn að stíga fram og er þeim bent á að ýmis vandamál varðandi málaflokkinn sem koma úr þeirra eigin flokki.
Sema Erla Serdar, baráttukona og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, er ein þeirra sem gagnrýnir umrædda færslu harðlega. „Þvílíka djöfulsins tækifærismennska og hræsni!“ segir Sema Erla á Twitter-síðu sinni um færsluna.
„Á meðan XD rekur rasíska útlendingastefnu og fordæmir ekki rasíska orðræðu síns eigin fólks eins og til dæmis Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, Ásmundar Friðrikssonar og fleiri þingmanna XD er þessi yfirlýsing ekkert nema innantómur popúlismi!“
Sema er alls ekki sú eina sem tjáir sig á þennan máta um færsluna. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar, vísar einnig í útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Óskar tjáir sig með því að endurbirta færslu ungu sjálfstæðismannanna og lætur svokallað jarm (e. meme) fylgja með endurbirtingunni.
https://t.co/myqEMhccFs pic.twitter.com/j5QpQZrvgT
— óskar steinn (@oskasteinn) April 5, 2022
Valgerður Kehinde Reynisdóttir, sem heldur úti Instagram-reikningnum Antirasistarnir ásamt Kristínu Taiwo Reynisdóttur og Önnu Maríu Allawawi Sonde, endurbirtir einnig færsluna. Valgerður segir í endurbirtingunni að hún viti um þó nokkra unga Sjálfstæðismenn sem hafa sagt „mjög rasíska hluti“.
Ég veit um þó nokkra unga Sjálfstæðismenn sem hefur sagt mjög rasíska hluti, en eru þeir fordæmdir eða hlæja félagarnir með? Ég held að það sé seinni valmöguleikinn. https://t.co/f1sPJEge15
— valakreynis💙💛 (@valakreynis1) April 5, 2022
Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri viðbrögð við færslunni:
Skemmtilegt https://t.co/LXU2FJvFxX pic.twitter.com/fkpKqIkLkL
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) April 5, 2022
Hvernig stendur á því að hægrið á Íslandi er svona hrikalega lélegt á Twitter? https://t.co/qe4Ze68p0C
— Eygló Erla (@eygloerla) April 5, 2022
Þetta er nú skondið! https://t.co/ygrYsmtmDY
— Maríanna Rín🇵🇸🇺🇦 (@sn_marianna) April 5, 2022
Næst munu ungir framsóknarmenn fordæma landbúnað og ungir píratar fordæma forritun. https://t.co/TtzpUEfiSE
— G̶̣̈́u̶̼͂̂̽̈̽n̸̢͎̆ṇ̸̢͓͋̓͂j̵̞̖͘ó̸̜͈̼̳͛̈́͠n̸̳͙͍̤͌̋̂ͅ (@Gunnnonni) April 5, 2022
nema þegar það er frá eigin ráðherra greinilega. Ekki heyrst múkk varðandi frumvarp D um útlendinga sem er nú komið fram í þriðja sinn í ömurlegri, rasískri, mynd https://t.co/BOcJsHRs59
— Kata (@katrinsigjs) April 5, 2022
áfram ÚTL og allt það samt sko #XD💙 https://t.co/Rie0RmPcEE
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) April 5, 2022
https://t.co/UVNywCmKM1 pic.twitter.com/0zQpn2S471
— Valur Arnarson (@arnarson_valur) April 5, 2022
Hver minntist á hælisleitendur og bakteríur í sömu setningunni?
A: Göbbels
B: David Duke
C: Björn Bjarna
*fleiri en einn möguleiki getur verið réttur.— Friðrik Forseti (@fridrikeinarss1) April 5, 2022
Fordæma.
Þýðir það afleiðingar eða eruð þið bara sátt með að henda fram texta einusinni og halda svo áfram eins og ekkert hafi gerst
— Gísli Freyr (@GisliFreyrJ) April 5, 2022
oki hvenær kemur yfirlýsing um nýju útlendingalöggjöfina
— Jökull 🐗🌹 (@jokullgoltur) April 5, 2022