fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Sérfræðingur er ekki hissa á frásögnum um hryllingsverk rússneskra hermanna í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 08:00

Lík óbreyttra borgara lágu á götum Bucha þegar Úkraínumenn náðu bænum aftur á sitt vald. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt bætist við frásagnir af meintum grimmdarverkum rússneskra hermanna í Úkraínu. Heimsbyggðina setti hljóða á sunnudaginn þegar myndir frá Bucha birtust en rússneskir hermenn höfðu þá hörfað þaðan. Lík í tugatali lágu á götum úti og báru mörg þess merki að fólkið hefði verið tekið af lífi. Sumir voru með hendur bundnar fyrir aftan bak og höfðu verið skotnir í hnakkann. Bandarísk stjórnvöld segja að hér sé líklega bara um toppinn á ísjakanum að ræða.

Kenneth Øhlenschlæger Buhl, hernaðarsérfræðingur og sérfræðingur í þjóðarrétti og stríðsrétti við Institut for Strategi og Krigsstudier hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að hann væri ekki hissa á þeim hryllilegum myndum sem hafa birst af látnu fólki í Bucha.

Hann sagði að þetta snúist um að í rússneska hernum og að hluta til í rússneskri menningu sé ákveðin grimmd til staðar, eitthvað sem sé ekki algengt á Vesturlöndum. Hann sagði að í hernum sé sú menning til staðar að nýliðar séu lagðir í einelti og það eitt og sér sé gróðrarstía fyrir grimmd. Þeir sem lifi þetta af séu sjálfir reiðubúnir til að lumbra á öðrum og skapi þannig slíka menningu og beinist hún líka gegn almennum borgurum.

„Við sáum grimmdina í Téténíu og Sýrlandi þar sem Human Rights Watch hafa gert skýrslur sem benda á að í stríðsrekstri Rússa sé ekki farið eftir reglum. Þess vegna kemur þetta ekki á óvart,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Rútuslys á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 
Fréttir
Í gær

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd