Kenneth Øhlenschlæger Buhl, hernaðarsérfræðingur og sérfræðingur í þjóðarrétti og stríðsrétti við Institut for Strategi og Krigsstudier hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að hann væri ekki hissa á þeim hryllilegum myndum sem hafa birst af látnu fólki í Bucha.
Hann sagði að þetta snúist um að í rússneska hernum og að hluta til í rússneskri menningu sé ákveðin grimmd til staðar, eitthvað sem sé ekki algengt á Vesturlöndum. Hann sagði að í hernum sé sú menning til staðar að nýliðar séu lagðir í einelti og það eitt og sér sé gróðrarstía fyrir grimmd. Þeir sem lifi þetta af séu sjálfir reiðubúnir til að lumbra á öðrum og skapi þannig slíka menningu og beinist hún líka gegn almennum borgurum.
„Við sáum grimmdina í Téténíu og Sýrlandi þar sem Human Rights Watch hafa gert skýrslur sem benda á að í stríðsrekstri Rússa sé ekki farið eftir reglum. Þess vegna kemur þetta ekki á óvart,“ sagði hann.