Financial Times og Reuter skýra frá þessu og segja að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi nú lokað fyrir þann möguleika að bandarískir bankar geti séð um greiðslur í dollurum til eigenda rússneskra ríkisskuldabréfa. Reuters segir að á mánudaginn hafi fjármálaráðuneytið lokað fyrir þann möguleika Rússa að nota þann hluta gjaldeyrisforða þeirra, sem er í bandaríska fjármálakerfinu, til að greiða skuldabréfaeigendum.
Stór hluti af gjaldeyrisforða Rússa var frystur í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu en þar til á mánudaginn hafði bandaríska fjármálaráðuneytið heimilað Rússum að nota þessa peninga til að greiða skuldabréfaeigendum.
Í mars voru einnig uppi vangaveltur um rússneskt þjóðargjaldþrot þegar Rússar áttu að greiða afborganir af lánum en þeim tókst það þá. En nú hafa bandarísk yfirvöld hert tökin enn frekar og því ræða nú margir um yfirvofandi þjóðargjaldþrot. „Það er erfitt að sjá hvernig rússneska fjármálaráðuneytið ætlar að greiða bandarískum ríkisskuldabréfaeigendum í dollurum og það er erfitt að sjá hvernig Rússar eiga tæknilega séð að geta komið dollurum inn í kerfið,“ sagði Timothy Ash, hagfræðingur hjá Bluebay Asset Management, í samtali við Financial Times.