fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Segir Vesturlönd nær því en nokkru sinni að blanda sér í stríðið í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 07:00

Úkraínubúar á flótta. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tilkynntu yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum að þau hefðu ákveðið að vísa fjölda rússneskra diplómata úr landi. Er það að sögn gert þar sem þeir hafi stundað njósnir. Fáum dylst þó að þetta tengist stríðinu í Úkraínu og fréttunum af fjöldamorðunum í Buchan.

Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Ekstra Bladet enginn vafi leiki á að brottrekstur 15 rússneskra diplómata frá Danmörku, sem tilkynnt var um í gær, tengist þeim skelfilegu myndum frá Úkraínu sem birst hafa að undanförnu. Þær bendi til þess að stríðsglæpir hafi verið framdir.

Hann sagði að brottrekstur diplómata bendi til að nú sé orðið lítið eftir af hóflegum refsiaðgerðum sem sé hægt að beita Rússa: „Eitt og sér, þá held ég að Rússum sé nokkuð sama þótt diplómötum sé vísað úr landi. En það sem veldur þeim áhyggjum er að Vesturlönd eru að verða uppiskroppa með refsiaðgerðir sem fela ekki í sér íhlutun í stríðið. Í hvert sinn sem Vesturlönd færast nær þeirri línu verða Rússarnir að hugsa sig um. Hugsa um hvort þeir vilja láta reyna á Vesturlönd þannig að stjórnmálamönnum á Vesturlöndum finnist að lokum að þeir hafi ekki aðra valkosti en að blanda sér í stríðið.“

Hann sagði að af þessum sökum muni Rússar líta þessar aðgerðir Vesturlanda mjög alvarlegum augum því þær færi Vesturlönd nær því að blanda sér í stríðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins