fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Secret Solstice frestað um ár en TLC mæta í Laugardalshöll á þjóðhátíðardaginn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 12:00

Frá Secret Solstice 2019. Mynd: Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur að fresta Secret Solstice tónlistarhátíðinni til sumarsins 2023. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.

Þar kemur fram að þrátt fyrir að búið sé að aflétta öllum takmörkunum hér á Íslandi þá sé tíminn of naumur og fjöldi listamanna sem áttu að koma fram á hátíðinni búnir að fresta, breyta eða hætta við sínar framkomur næstu mánuði. Því hefði þurft að finna fjölda nýrra listamanna í þeirra stað og ekki víst að hægt hefði verið að tryggja hátíð í þeim gæðum sem metnaður aðstandenda stendur til.  Þar að auki sé skipulagning hátíðar eins og Secret Solstice meira en 10 mánaða vinna í eðlilegu ástand. Eftir vandlega yfirlegu síðustu vikur hafa aðstandendur hátíðarinnar því tekið þá afar erfiðu ákvörðun að fresta henni um eitt ár enn.

„En það er ljós í myrkrinu. Eins og flestir vita áttu stelpurnar í TLC að koma fram á hátíðinni 2020, tekist hafa samningar um það að þær munu mæta hingað til lands með her dansara ásamt hljómsveit og slá upp veislu í Laugardalshöllinni á þjóðhátíðardaginn sjálfan – Föstudaginn 17. Júní,“ segir í tilkynningunni.

TLC þarf varla að kynna fyrir neinum, enda ein áhrifamesta hljómsveit tíunda áratugarins, með yfir 90 miljón seldar plötur. Tónlistarstöðin VH1 valdi hana sem bestu stelpnaband allra tíma. Allir þekkja lög  eins og Creep, Waterfalls og No Scrubs. Við getum því lofað frábæru stuði í þessu fyrsta alvöru partýi eftir Covid.

Til að hita upp fyrir þær mæta heldur engir nýgræðingar því þær Svala Björgvins og Þórunn Antonía munu sjá til þess að það verði allir komnir í stuð þegar þær T-Boz og Chilli mæta á sviðið ásamt sínu fríða föruneyti.

Þá segir í tilkynningu að loksins sé farið að rofa til eftir erfiðan tíma í viðburðarhaldi og þrátt fyrir að hafa boðið upp á endurgreiðslur á sínum tíma þá sé enn stór hópur miðahafa Secret Solstice sem hafa haldið tryggð við hátíðina og halda enn í sína miða, og fyrir það erum við gríðarlega þakklát.

„Í þakklætisskyni viljum við bjóða þeim miðahöfum sem það vilja að fá frímiða á þessa tónleika. Það eina sem þeir sem það vilja þurfa að gera er að senda okkur tölvupóst á info@reykjaviklive.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi