fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Hörð viðbrögð við Íslandsbankasölu-kaupendunum – „Pabbi, má bjóða þér banka?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulunni var svipt af því í dag hvaða félög og einstaklingar keyptu í útboði á hluta hlutar ríkisins í Íslandsbanka í mars.

Vakti þar helst athygli að faðir fjármála- og efnahagsráðherra,  Benedikt Sveinsson, keypti þar 118. stærsta hlutinn. Hann keypti fyrir samtals 55 milljónir í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf.

Eins var eignarhaldsfélagið Steinn á meðal kaupenda, en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er meirihlutaeigandi í félaginu sem keypti fyrir rúmar 296 milljónir.

Eins vakti athygli að einn kaupandi var tilgreindur sem „Bananalýðveldið“ en líklega er þar um að ræða félagið Bananalýðveldi ehf. sem er í eigu grínistans  Björns Braga Arnarssonar, en það er eina bananalýðveldið sem skráð er í fyrirtækjaskrá. Bananalýðveldið keypti fyrir rúmar 17,5 milljónir.

Eins er meðal kaupenda að finna Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Alvogen og núverandi uppljóstrara, sem keypti fyrir tæpar 70 milljónir, og svo tvö félög í eigu Þórðar Más Jóhannessonar fjárfestir sem nýlega vakti athygli fyrir aðkomu sína að máli Vítalíu Lazarevu, en hún kærði hann nýlega ásamt Ara Edwald og Hreggviði Jónsson fyrir kynferðisbrot.

Nú er farið að bera á viðbrögðum almennings sem og stjórnmálafólki við kaupenda-yfirlitinu og má þar greina harða gagnrýni á fyrirkomulagið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi