Hulunni var svipt af því í dag hvaða félög og einstaklingar keyptu í útboði á hluta hlutar ríkisins í Íslandsbanka í mars.
Vakti þar helst athygli að faðir fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Sveinsson, keypti þar 118. stærsta hlutinn. Hann keypti fyrir samtals 55 milljónir í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf.
Eins var eignarhaldsfélagið Steinn á meðal kaupenda, en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er meirihlutaeigandi í félaginu sem keypti fyrir rúmar 296 milljónir.
Eins vakti athygli að einn kaupandi var tilgreindur sem „Bananalýðveldið“ en líklega er þar um að ræða félagið Bananalýðveldi ehf. sem er í eigu grínistans Björns Braga Arnarssonar, en það er eina bananalýðveldið sem skráð er í fyrirtækjaskrá. Bananalýðveldið keypti fyrir rúmar 17,5 milljónir.
Eins er meðal kaupenda að finna Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Alvogen og núverandi uppljóstrara, sem keypti fyrir tæpar 70 milljónir, og svo tvö félög í eigu Þórðar Más Jóhannessonar fjárfestir sem nýlega vakti athygli fyrir aðkomu sína að máli Vítalíu Lazarevu, en hún kærði hann nýlega ásamt Ara Edwald og Hreggviði Jónsson fyrir kynferðisbrot.
Nú er farið að bera á viðbrögðum almennings sem og stjórnmálafólki við kaupenda-yfirlitinu og má þar greina harða gagnrýni á fyrirkomulagið.
Djöfull er þetta óþolandi!!! Siðlausi og leiðinda eigin hagsmunaseggur plís farðu bara að gera eitthvað annað. pic.twitter.com/74kdCan7XP
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) April 6, 2022
Ég er bara komin á þann punkt í stjórnmálum þar sem ég hugsa bara “afhverju er ríkisstjórnin að gera sér þetta” https://t.co/vpPLcCg4Ki
— Lenya Rún (@Lenyarun) April 6, 2022
Reynt er að halda leynd yfir þessari bankasölu vegna þessa að þetta er eitt óforskammaðasta rán úr þjóðarbúi í sögu lýðræðisríkis. Tengslanet Bjarna Ben og kaupenda er galið. https://t.co/tyNnjGMHvz
— Heiðar Skandalíserari (@heidarkness) April 6, 2022
Einn ráðherra slengir fram rasískum ummælum á meðan næsti selur ríkiseignir á afslætti til vina og vandamanna í skjóli nætur.
Ætlar Katrín að réttlæta þetta líka? How about no?Hingað og ekki lengra, #stjórnarslit strax! https://t.co/VsteFx4hIX
— 🌻Heiða🌻 (@ragnheidur_kr) April 6, 2022
Spáið samt í það. Þetta lið bara veit að það skiptir engu máli hvað það gerir lengur, það verða engar afleiðingar, þannig það gerir bara það sem því sýnist. Keyrir bara áfram í spillingunni og ruglinu vitandi að það þarf ALDREI að díla við neinar afleiðingar. https://t.co/h7lqQ7URvz
— Þórunn Jakobs 🇵🇸💛💙 (@torunnjakobs) April 6, 2022
Það eru aðeins þrennt öruggt í þessu lífi. Dauðinn, skattar og Bjarni Ben að koma ríkiseigum í vasann hjá ættingjum.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) April 6, 2022
Kannski er PR-fulltrúi Sigurðar Inga búinn að panta blómvönd handa Bjarna. Öll búin að gleyma rasistaummælunum…https://t.co/FmnlqSWpId
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) April 6, 2022
Rétt fyrir hrun skulduðu stórir eigendur í Glitni bankanum 130 milljarða. Sem er sturlun. Ótrúleg bilun. Enda hrundi bankinn með tilheyrandi kostnaði fyrir venjulega Íslendinga. Og nú eru sömu aðilar að stimpla sig inn í bankann sem byggður er á rústum Glitnis, MEÐ AFSLÆTTI 😂😂 pic.twitter.com/hqqtPes7bu
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) April 6, 2022
Ríkisstjórnin: Mjög mikilvægt að passa að frambjóðendur eigi ekki einhverja fjarskylda frænku í kjörstjórn
Líka ríkisstjórnin: Pabbi, má bjóða þér banka?— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) April 6, 2022
Ha var þessi ríkisstjórn að hjálpa ríku fólki að verða ríkara? Ég er í sjokki hérna.
— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) April 6, 2022
Bjarni selur banka á afslætti. Sérstaklega er hringt í fjárfesta sem geta grætt á því. Pabbi Bjarna fær símtal. Þorsteinn Már í Samherja líka. Og fullt af öðrum vinum flokksins.
Fólk sem vill heiðarlegra og betra samfélag útilokaði samstarf við Bjarna út af þessu í kosningunum. pic.twitter.com/bCXr4nELLu— Andrés Ingi (@andresingi) April 6, 2022
Er einhver með aðgang að íslendingabók sem gæti tékkað hvort ég og Bjarni Ben erum skyldir? Skulda næstum heilt hús sem væri fínt að fá pening fyrir.
— Árni Torfason (@arnitorfa) April 6, 2022
Í alvöru talað. Ef þetta má má allt. #égseldipabbabankann
— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) April 6, 2022
Bjarni treystir ekki þjóðinni. Ég treysti ekki Bjarna. pic.twitter.com/gIAdyNVbic
— Maja Loncar (@loncar_maja) April 6, 2022
Það er ekki tilviljun að Bjarni Ben fær að gefa pabba sínum banka 🙂😉🙃 pic.twitter.com/OuP1M5U0S6
— Hekla Elísabet (@HeklaElisabet) April 6, 2022
Ef markmiðið hefði raunverulega verið að tryggja að hlutirnir færu til langtímafjárfesta hefðu kröfur um að selja einungis stórum og öruggum fjárfestum verið skrifaðar inn í útboðið. Þetta er bara free for all fyrir helstu bakhjarla xD.https://t.co/hxhfzjI2J2
— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) April 6, 2022