fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Bandamaður Pútíns segir að markmið hans sé að „mynda opna Evrasíu frá Lissabon til Vladivostok“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 05:58

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn nánasti bandamaður Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, er Dmitri Medvedev sem gegnir nú embætti varaformanns rússneska öryggisráðsins. Hann var áður forsætisráðherra og forseti í eitt kjörtímabil þegar Pútín gat ekki boðið sig fram til embættis vegna ákvæðis í stjórnarskránni sem takmarkaði fjölda kjörtímabila sem sami aðili mátti gegna embætti forseta.

Medvedev birti löng skilaboð á Telegram í gær þar sem hann gaf til kynna að markmiðunum með innrásinni í Úkraínu verði ekki náð „á einni nóttu“. Hann sagði einnig að eitt af markmiðum Rússa með innrásinni sé að mynda „opna Evrasíu, frá Lissabon til Vladivostok“ og vísar þar til Lissabon í Portúgal, í vestri og Vladivostok í austri, nærri Kína og Norður-Kóreu.

Medvedev sagði að Rússar muni ekki ná þeim markmiðum sínum að „afnasistavæða og gera Úkraínu hernaðarlega óvirka“ á „einni nóttu“ og að „þetta verði ekki eingöngu leyst á vígvellinum“. Hann sagði að stóra áætlunin væri að skapa frið fyrir komandi kynslóðir Úkraínumanna og að geta loksins myndað opna Evrasíu frá Lissabon til Vladivostok.

Að öðru leyti snerust skilaboð hans að mestu um að neita ásökunum úkraínsku stjórnarinnar um ódæðisverk Rússa í Bucha þar sem mörg hundruð manns voru tekin af lífi af hersveitum Rússa.

Hann hélt uppteknum hætti rússneskra ráðamanna hvað varðar orðfæri og hugmyndafræði og sagði að Úkraínumenn hafi dreymt um Þriðja ríkið síðustu 30 ár og það bókstaflega. Hann sagði að myndir, sem finnast hjá næstum hverri einustu úkraínsku hersveit, fylli fólk hryllingi en þær sýni merki nasista, fána nasista, bókmenntir þeirra og veggspjöld og jafnvel drykkjarkönnurnar séu með hakakrossi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi