fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Segir að aðalmarkmið Rússa í Úkraínu sé úr sögunni – „Mikill ósigur“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 05:14

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var efst á lista Rússlands og Pútíns. Nú hafa þeir neyðst til að gefa þetta upp á bátinn. Það er mikill ósigur.“ Þetta sagði Claus Mathiesen, lektor við danska varnarmálaskólann, í samtali við B.T. þegar hann ræddi um síðustu vendingar í stríðinu í Úkraínu.

Síðustu daga hafa rússneskar hersveitir dregið sig frá mörgum svæðum nærri Kyiv og í norðausturhluta Úkraínu. Fram að því höfðu Rússar lagt mikið undir á þessum svæðum og verið með mikinn herafla þar en það dugði ekki til.

Þetta er mikill ósigur fyrir Rússland og Pútín að mati Mathiesen. „Ég tel að Rússar hafi gefist upp á að reyna að ná Kyiv á sitt vald og skipta um ríkisstjórn. Ég er viss um að það var efst á lista þeirra þegar þeir réðust inn í Úkraínu,“ sagði hann.

Vestrænar leyniþjónustustofnanir hafa sagt að Rússar hafi reiknað með að ná Kyiv á sitt vald á nokkrum dögum. Síðan hafi þeir ætlað að koma leppstjórn á í stað stjórnar Volodymyr Zelenskyy forseta.

En eins og kunnugt er hefur þeim ekki tekist að ná Kyiv á sitt vald. Mathiesen sagði að ýmsar ástæður séu fyrir því: „Rússar hafa dreift hersveitum sínum mjög á mjög langri víglínu. Þeir réðu heldur ekki við úkraínsku varnarsveitirnar. Þeir hafa örugglega líka ofmetið þær móttökur sem þeir reiknuðu með að fá.“

Með þessu vísar hann til þess að leyniþjónustuupplýsingar benda til að Rússar hafi talið að þeim yrði tekið sem hetjum og frelsurum þegar þær kæmu til Kyiv og annarra borga. Sögur hafa verið á kreiki um að sumar rússneskar hersveitir hafi haft hátíðarbúninga sína meðferðis til að geta klæðst þeim þegar fagnandi Úkraínubúar tækju á móti þeim. En þess í stað var þeim mætt með sprengjum og skothríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi