fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Prófessor og fyrrum dómari segir að Rússar hafi ekki framið þjóðarmorð í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 05:30

Lík óbreyttra borgara lágu á götum Bucha þegar Úkraínumenn náðu bænum aftur á sitt vald. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marga setti hljóða og fylltust hryllingi þegar þeir sáu myndir frá úkraínska bænum Bucha. Þar lágu lík á dreif um bæinn, fjöldagrafir fundust og lík fundust í kjöllurum húsa. Kveikt hafði verið í sumum og ummerki sýndu að hendur sumra höfðu verið bundnar fyrir aftan bak áður en þeir voru skotnir. Rússar eru sakaðir um þessi grimmdarverk en rússneskar hersveitir höfðu haft bæinn á sínu valdi í fimm vikur.

Þjóðarleiðtogar víða um heim fordæmdu ódæðisverkin og það sama gerðu mannréttindasamtök. Talað var um stríðsglæpi og þjóðarmorð. Þjóðarmorð er einmitt orðið sem Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, notaði þegar hann ræddi við fréttamenn þegar hann heimsótti bæinn í gær.

En það er langt og flókið ferli að fá einhvern dæmdan fyrir stríðsglæpi að sögn Frederik Harhoff, sem er prófessor við Syddansk háskólann í Danmörku og fyrrum dómari við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í málum fyrrum Júgóslavíu. Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann að það sem gert var í Bucha sé ekki þjóðarmorð í lagalegum skilningi. Hann sagði að til að eitthvað teljist þjóðarmorð þá verði að vera um að ræða ósk og vilja til að útrýma ákveðnum hópi sem er ekki talin hafa neinn rétt til vera til sem hópur. „Þetta getur verið hópur sem er skilgreindur út frá þjóðerni, kynþætti, uppruna eða trú. En það er ekki um það að ræða í þessu, hér er frekar um að ræða pólitískar ástæður fyrir drápum Rússa á Úkraínumönnum,“ sagði hann.

Hann sagði að hins vegar megi flokka það sem gerðist í Bucha sem stríðsglæp. „Alveg örugglega. Þetta lítur út fyrir að vera stríðsglæpur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins