fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Gísli Snær lætur af störfum sem skólastjóri London Film School

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 13:38

Gísli Snær Erlingsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Snær Erlingsson mun senn láta af störfum sem skólastjóri London Film School, elsta kvikmyndaskóla Bretlands, í lok þessarar annar. Frá þessu er greint á vefnum ScreenDaily.

Í frétt miðilsins kemur fram að Gísli Snær hyggist einbeita sér að leikstjórn en hann er nú í startholunum með að leikstýra kvikmyndinni The Shepherd. Áður hefur Gísli Snær leikstýrt myndunum Stuttur Frakki (1993), Benjamín Dúfu (1995) og Ikingut (2000).

„Undanfarið hefur mér boðist nokkur tækifæri til vinna að kvikmyndagerð og ég hef ákveðið að einbeita mér að þessum verkefnum. Vonandi get ég heimsótt London Film School síðar og miðlað af reynslu minni af þessum verkefnum til nemenda,“ er haft eftir Gísla Snæ.

Gísli Snær var ráðinn til London Film School árið 2016 en hann tók svo við sem skólastjóri skólans árið 2017.

Hann útskrifaðist frá La Fémis kvikmyndaskólanum í París í Frakklandi og er meðlimur Evrópsku kvikmyndaakademíunnar (EFA), Konunglega sjónvarpsfélagsins (RTS), Samtökum kvikmyndaleikstjóra á Íslandi (SKL) og Sambands evrópskra kvikmyndaleikstjóra (FERA).

Margir Íslendingar hafa stundað nám við skólann í gegnum árin, þeirra á meðal Reynir Oddsson leikstjóri og handritshöfundur, Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður, Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og handritshöfundur, Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri og handritshöfundur, Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður og Hrafnkell Stefánsson handritshöfundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð