fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Bjarni tekur upp hanskann fyrir sértrúarsöfnuði og segir að ekki megi jaðarsetja þá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa Stöð 2 og Vísir.is greint frá ásökunum fyrrverandi meðlima sértrúarsöfnuða um ofbeldi. Meðal trúfélaga sem þar hafa komið við sögu eru Vottar Jehova og Smárakirkja. Trúfélögin hafa mótmælt þessari umfjöllun og raunar brugðist illa við því líka að vera kölluð sértrúarsöfnuðir. Sumir hafa gengið svo langt að skilgreina starfsemi Vottanna sem ríkisstyrkt ofbeldi enda styður ríkið sjálfstæð trúfélög með fjárframlögum.

Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragðafræðingur ritar grein um þetta í Morgunblaðið í dag. Þar segir:

„Frétta­skýr­ingaþátt­ur­inn Komp­ás á Stöð 2 hef­ur und­an­farið beint sjón­um að trú­arof­beldi í svo­nefnd­um sér­trú­ar­söfnuðum og hafa nokkr­ir fjöl­miðlar fylgt þeirri um­fjöll­un eft­ir með fjölda frétta. Viðbrögðin í net­heim­um hafa að sama skapi reynst óvæg­in í garð um­ræddra trú­fé­laga og hef­ur einn þingmaður Pírata kallað eft­ir aðgerðum og vill að skrúfað verði fyr­ir greiðslu sókn­ar­gjalda til þeirra.“

Í grein sinni staðnæmist Bjarni nokkuð við skilgreiningar á því hvað telst kirkja og hvað telst sértrúarsöfnuður og segir meðal annars:

„Kirkju­hug­takið er notað um trú­ar­stofn­un sem er samof­in rík­is­vald­inu og geng­ur út frá því að all­ir sam­fé­lagsþegn­ar til­heyri henni eða eigi að til­heyra henni. Trú­ar­hóp­ar sem kjósa að lúta stjórn þess­ar­ar alls­ráðandi trú­ar­stofn­un­ar geta fengið að viðhalda sér­stöðu sinni í ýms­um efn­um inn­an henn­ar en eng­ir aðrir eru viður­kennd­ir og þeir ým­ist jaðar­sett­ir eða of­sótt­ir. Þetta á sér­stak­lega við um kirkju­stofn­an­ir fyrr á öld­um.

Sér­trú­ar­hóp­ur­inn er skipu­lagður minni­hluta­hóp­ur sem viðheld­ur ein­ingu inn­an sinna raða með fé­lags­legu taum­haldi, styðst við kenni­vald og er stýrt af náðar­valds­leiðtoga sem upp­fylla þarf vænt­ing­ar fylg­is­mann­anna eða embættis­kerfi sem grund­vallað er á stofn­and­an­um. Sér­trú­ar­hóp­ur­inn ým­ist aðgrein­ir sig frá ríkj­andi meg­in­hefð þjóðfé­lags­ins með áhersl­unni á sér­stöðu sína í kenn­ingu, siðfræði og starfs­hátt­um eða hann er jaðar­sett­ur gegn vilja sín­um af þjóðfé­lags­leg­um áhrifaaðilum eða sjálfu rík­is­vald­inu. Sér­trú­ar­hóp­ar geta verið af ýmsu tagi, íhalds­sam­ir í siðferðis­efn­um eða frjáls­lynd­ir, mann­rétt­inda­sinnaðir eða áhuga­laus­ir um hag annarra, inn­hverf­ir og ein­angr­un­ar­sinnaðir eða sam­fé­lags­lega um­bóta­sinnaðir og jafn­vel bylt­ing­arsinnaðir o.s.frv.“

Manneskjan vandamálið en ekki trúin

Bjarni hefur áhyggjur af jarðasetningu trúarhópa og bendir á að ofbeldi leynist víða í mannlegu samfélagi og sökudólgarnir séu fólk, ekki trú. Hann segir:

„Trú­arof­beldi hef­ur marg­vís­leg­ar birt­ing­ar­mynd­ir og það get­ur verið til staðar óháð því um hvers kon­ar form­gerðir trú­ar­hreyf­inga er að ræða. Ekki er þó hægt að af­greiða trú, trú­ar­hreyf­ing­ar eða trú­ar­brögð í öll­um sín­um menn­ing­ar­lega fjöl­breyti­leika út af kort­inu á slík­um for­send­um. Trú get­ur verið heil­brigð en hún get­ur líka verið óheil­brigð. Það er mann­eskj­an sem er vanda­málið og hvernig hún nýt­ir trúna til að kúga aðra. Slík mis­notk­un er ekki bund­in við trú. Of­beldi er hvarvetna í mann­legu sam­fé­lagi. Trú­fé­lög þurfa á sam­ræðu að halda, ekki jaðar­setn­ingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð