fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Sigurborg birtir skilaboð sem hún fékk á Facebook – „Stelpuasninn þinn að útrýma einkabílnum“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 4. apríl 2022 11:33

Sigurborg fékk myndirnar sem sjá má til hægri sendar í gegnum Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fylgir starfi stjórnmálafólks að fá send skilaboð frá fólki úti í bæ. Þessi skilaboð geta verið vinalegar ábendingar, uppbyggileg gagnrýni en þó eru þau oft á tíðum full af hatri og leiðindum. Nýlega hefur Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata, vakið athygli fyrir að birta hatursfull skilaboð sem hún fær send en hún er langt í frá sú eina sem fær slík skilaboð.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, tók blað úr bók flokkssystur sinnar um helgina og ákvað að birta skilaboð sem hún hafði fengið fyrir einhverjum tíma síðan. Sigurborg hafði ekki tekið eftir umræddum skilaboðum þegar þau voru send en hún sá þau á dögunum þegar hún var að fara í gegnum þau skilaboð sem hún hafði fengið frá fólki sem er ekki vinir hennar á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Ég var að að finna möppu inni í Messenger undir Message requests og þar undir Spam. Fullt af góðu stöffi búið að safnast þar. Til dæmis þessi frábæra myndasería sem ég fékk senda,“ segir Sigurborg í færslu sem hún birti um skilaboðin á Twitter-síðu sinni.

Í færslunni birtir hún skjáskot af skilaboðunum sem um ræðir en manneskjan sem sendi þau virðist ekki vera ánægð með störf Sigurborgar og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í Reykjavík, í borgarstjórninni. „Er bara takmarkið hjá þér stelpuasninn þinn að útrýma einkabílnum og neyða alla í strætó af því þið Dóra Björt hatið bíla?“ spyr manneskjan Sigurborgu í skilaboðunum.

„Það eina góða við þetta er það að þið eruð á góðri leið með að útrýma Pírataruslflokknum og þær fréttir eru góðar.“

Með þessum skilaboðum fylgdu svo þó nokkrar myndir af hendi sem var að gefa fingurinn. „Með kærri kveðju,“ sagði manneskjan sem sendi skilaboðin svo að lokum.

Dóra Björt skrifar athugasemd við færslu Sigurborgar og bendir á þá staðreynd að Píratar hafa í rauninni aukið fylgi sitt frá því í síðustu kosningum. Píratar mælast nú með rúmlega 10% í könnunum en í kosningunum 2018 fengu þeir 7,7% atkvæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings