fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Úkraínumenn nýta sér skítamóral rússneskra hermanna – Bjóða liðhlaupum milljónir fyrir stríðsgögn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. apríl 2022 14:30

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska þingið samþykkti í vikunni lög sem heimila himinháar greiðslur til rússneskra liðhlaupa sem taka með sér rússnesk hergögn til skila þeim inn til úkraínskra hersins. Varaforseti úkraínska þingsins sagði um málið þegar frumvarpið varð að lögum að lögin væru miðuð að rússneskum hermönnum en mikið hefur verið gert úr vondum anda í röðum rússana frá því að þeir réðust inn í Úkraínu.

Hæstu greiðslurnar nema einni milljón Bandaríkjadala sem fæst fyrir stærri herskip og orrustuþotur. Hálf milljón fæst fyrir herþyrlur og minni herskip. Tvö hundruð þúsund dalir fást fyrir flutningaskip, eitt hundrað þúsund fyrir skriðdreka, 50 þúsund fyrir báta og brynvarin tæki og minna fyrir aðrar vélar.

Skýringarmyndin hér að neðan er gefin út af þinginu til skýringar á greiðslunum sem það lofar.

Til viðbótar við áðurnefndar greiðslur verður öryggi þeirra sem flýja skyldur sínar í rússneska hernum tryggt. Rússneskum liðhlaupum verður þannig boðin skilríki undir dulnefni og flutningur til annars ríkis auk 58 þúsund Bandaríkjadala, sem gerir um sjö og hálfa íslenska milljón.

Úkraínski herinn hefur þegar lagt hald á gríðarleg verðmæti sem áður tilheyrðu rússneska hernum. Nægir þar að nefna hundruð skriðdreka og önnur brynvarin tæki og vopn. Þá hafa myndir ítrekað birst á samfélagsmiðlum og í fréttatímum Vesturlanda þar sem úkraínskir bændur sjást draga umrædd tæki, sum hverra kostar milljarða í framleiðslu, tvist og bast yfir moldarbeðin sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna