Fyrr í vikunni sprakk skotfærageymsla í borginni en talið er að úkraínski herinn hafi gert sprengjuárás á hana.
Mirror segir að Vyacheslav Gladkov, borgarstjóri í Belgorod, hafi skýrt frá því á Telegram að tveimur úkraínskum herþyrlum hafi verið flogið mjög lágt frá Úkraínu inn yfir rússnesku landamærin þaðan sem þær skutu á eldsneytisbirgðastöðina. Hann sagði að tveir hafi særst í árásinni og að rýma hafi þurft nærliggjandi götur.
Úkraínsk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málin.
#BREAKING: Video reportedly of Ukrainian attack helicopters striking oil facility in Belgorod, across the border inside Russia pic.twitter.com/NfQVJ97rbA
— ELINT News (@ELINTNews) April 1, 2022