Pútín krefst þess að þau ríki, sem vilja kaupa rússneskt gas, stofni bankareikninga í rússneskum bönkum og að þeir séu í rúblum. Ef ekki verði einfaldlega skrúfað fyrir gasstreymið.
Trine Berling Villumsen, sérfræðingur hjá DIIS í Danmörku, sagði það vera rétt sem Þjóðverjar segi, að þetta sé „tilraun til fjárkúgunar“.
Krafan gildir einungis um ríki sem Rússar skilgreina sem „óvinveitt“.
„Ef við byrjum að opna reikninga í rússneskum bönkum og greiða í rúblum þá förum við fram hjá þeim refsiaðgerðum sem við gripum til. Þetta er ótrúlega snjallt herkænskubragð hjá Pútín,“ sagði hún.