Vitaliy Klychko, borgarstjóri í Kyiv, skýrir frá þessu á Twitter og Telegram. Hann segir að sendinefndin muni funda með þýskum stjórnmálamönnum til að leita eftir efnahagsaðstoð, mannúðaraðstoð og hernaðaraðstoð.
Fyrstu fréttir af þessu hljóðuðu upp á að Volodymyr Zelenskyy, forseti, væri í forsvari fyrir úkraínsku sendinefndinni og væri kominn til Þýskalands. Þær fréttir fengust ekki staðfestar opinberlega en síðan bárust fréttir af að ekki væri rétt að forsetinn væri kominn til Þýskalands. Þessari frétt var því breytt í samræmi við þessar nýju upplýsingar.