fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Umboðsmaður Alþingis segir að skoða þurfi réttarstöðu nauðungarvistaðra

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 31. mars 2022 13:56

Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti Umboðsmann Alþingis telur að skoða þurfi réttarstöðu nauðungarvistraða hérlendis og inngrip í réttindi sjúklinga á geðdeildum. Taka þarf skilyrði lögræðislaga fyrir nauðungarvistun til skoðunar sem og hvort þörf sé að setja nánari reglur, m.a. um málsmeðferð sýslumanna í tengslum við nauðungarvistanir, kynningu á réttarstöðu nauðungarvistaðra og ráðgjöf og stuðning í kjölfar slíkrar vistunar. Þetta er meðal tilmæla og ábendinga í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns í kjölfar eftirlitsheimsóknar á bráðageðdeild Landspítala.

Í skýrslunni er bent á að taka þurfi skilyrði lögræðislaga til skoðunar og meta hvort kveða þurfi með skýrari hætti á um í lögum að nauðungarvistun á grundvelli andlegrar vanheilsu sé ekki heimil nema geðsjúkdómur kalli á slíka frelsissviptingu og önnur vægari úrræði komi ekki til greina. Þá er bent á skort á aðkomu sjálfstæðra sérfræðinga, þ.e. sem eru óháðir Landspítalanum, að ákvörðunum um nauðungarvistun.

Umboðsmaður ítrekar fjölda tilmæla og ábendinga sem fram komu í skýrslu um Klepp árið 2019. Til að mynda að ekki liggi fyrir skýrar lagaheimildir til að grípa inn í og beita sjúklinga á geðheilbrigðisstofnunum ýmis konar þvingunum sem tíðkast í framkvæmd. Áréttað er að standi vilji stjórnvalda til þess að heimilt sé að beita sjúklinga á lokuðum geðdeildum ýmsum inngripum, þvingunum og valdi þurfi að tryggja að ráðstafanirnar séu skilgreindar og byggist á viðhlítandi lagaheimildum

Skýrslan er skrifuð í kjöl­far heim­sóknar starfs­fólks um­boðs­manns Al­þingis á geð­deildina í septem­ber á síðasta ári en auk þeirra þá heim­sótti Anna Kristín Newton, sál­fræðingur, deildina.

Í skýrslunni kemur fram það álit að almennt sé aðbúnaður á bráðageðdeild góður og snyrtilegur en ýmsum ábendingum og tilmælum er komið á framfæri varðandi aðbúnað, m.a. um tiltekin öryggisatriði og aðstöðu til útivistar. Fram kemur að leita þurfi leiða til að draga úr biðlistum á langtímadeildir geðsviðs svo frelsissvipting sjúklinga verði ekki meira íþyngjandi en tilefni sé til hverju sinni. Þá skorti faglært starfsfólk og starfsmannavelta sé töluverð meðal ófaglærðra starfsmanna sem geti komið niður á umönnun og aukið líkur á að gripið sé til þvingana.

Umboðsmaður óskar eftir viðbrögðum stjórnvalda við ábendingum og tilmælum í skýrslunni fyrir 15. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings