fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Þrettán nýir ærslabelgir í Reykjavík

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. mars 2022 14:29

Ærslabelgir eru vinsælir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykvíkingar geta verið hoppandi glaðir í sumar þegar ærslabelgjafjöldinn í borginni margfaldast en þrettán nýir ærslabelgir verða settir upp.  Ærslabelgirnir verða tveir í Grafarvogi, tveir í Háaleiti og Bústöðum, tveir í Árbæ og Norðlingaholti, þrír í Breiðholti og einn í Grafarholti og Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Laugardal og Vesturbæ. Ærslabelgirnir eru þó aðeins brot af þeim rúmlega hundrað verkefnum sem koma til framkvæmda á árinu 2022 í tengslum við lýðræðisverkefnið Hverfið mitt.

Borgarráð heimilaði í dag umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdirnar vegna verkefnisins. Áætlaður kostnaður vegna þessara 111 verkefna er 850 milljónir króna. Áætlaður framkvæmdatími er maí – desember 2022. Hér er um að ræða verkefni sem kosin voru til framkvæmda í rafrænni íbúakosningu á tímabilinu 30. september – 14. október 2021.

Tækifæri fyrir íbúa að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi

Hverfið mitt er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til framkvæmda í hverfum Reykjavíkurborgar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af Hverfinu mínu heldur er aðeins um nýframkvæmdir að ræða. Þarna gefst íbúum kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með því að senda inn hugmyndir að nýjum og smærri verkefnum í öllum hverfum borgarinnar.

Kosningaþátttakan í allri Reykjavík var 16,4% en hún var mest á Kjalarnesi, en þar tóku 23,9% kosningabærra þátt, og næst mest í Árbæ, eða 22,6%. Þátttakan var meiri í öllum hverfum en nokkru sinni fyrr og tóku mun fleiri konur en karlar þátt í kosningunni.

Heilsueflandi samvera

Á meðal annarra verkefna sem valin voru að þessu sinni eru aparóla, frisbígolfvöllur, trjágróður og annar gróður, útigrill, hjólaviðgerðastandar, bekkir, jólaljós, rathlaupabraut, útiæfingatæki, innrauð sána, ungbarnarólur og sjósundsaðstaða. Eins og sést er áhersla í mörgum verkefnum á fjölbreytta útiveru sem býður upp á ýmiss konar heilsueflandi samveru í borginni okkar fyrir alla aldurshópa.

Hér er hægt að lesa nánar um ferlið allt og hvaða verkefni voru valin til framkvæmda í hverju hverfi fyrir sig.

Skoða kort yfir staðsetningar núverandi og tilvonandi ærslabelgja í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna