fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Af hverju var eitrað fyrir Abramovich og úkraínsku samningamönnunum?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 07:03

Roman Abramovich hefur tekið þátt í friðarviðræðunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að eitrað hafi verið Roman Abramovich og tveimur úkraínskum samningamönnum sem funduð með fulltrúum Rússlands um vopnahlé í Úkraínu. Ef það er rétt, hver er þá ástæðan fyrir því að eitrað var fyrir þeim?

Margar vangaveltur eru um þetta eftir að fjöldi alþjóðlegra fjölmiðla skýrði frá eitruninni á mánudaginn. Fram kom að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og tveimur fulltrúum Úkraínumanna þegar þeir funduðu með rússneskum fulltrúum í byrjun mars.

Rannsóknarmiðillinn Bellingcat fjallaði um málið en hann hefur áður fjallað um morðtilraunir ráðamanna í Kreml gegn andstæðingum rússneskra ráðamanna en í þeim hefur eitri oft verið beitt. Í umfjöllun Bellingcat kemur fram að út frá rannsóknum á vettvangi og eftir fundinn sé hægt að draga þá ályktun að „óþekktu efnavopni“ hafi verið beitt.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa það sem Bellingcat skrifaði um málið á Twitter.

Jótlandspósturinn hefur eftir Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingi hjá Dansk Institut for Internationale Studier, að hann hafi mikið traust á lýsingu Bellingcat á málinu en hafi samt sem áður orðið mjög hissa þegar hann las hana. Hansen er sérfræðingur í málefnum Rússlands og Úkraínu.

Hann sagði að Rússar hafi lengið unnið með eitur og notkun efnavopna og hafi sýnt að þeir séu tilbúnir til að ganga mjög langt í þeim efnum. Dæmi um það séu morðtilræðið við Sergei Skripal á Englandi 2018 og tilræðið við Alexei Navalny. Hér hafi þó verið gengið skrefinu lengra og reynt að eitra fyrir mönnum þegar samningaviðræður stóðu yfir.

Sendinefndir ríkjanna ræddust við í Tyrklandi í gær. Mynd:Getty

Hvað varðar hugsanlega ástæður fyrir eitruninni  sagði hann að hugsanlega hafi markmiðið verið að koma úkraínsku samningamönnunum úr jafnvægi. Samningamennirnir séu háttsettir innan stjórnkerfisins og hersins og starfi náið með Volodymyr Zelenskyy forseta og séu því skotmörk Rússar. Erfitt sé að segja hvort markmiðið hafi verið að hræða eða drepa þá. Hvað varðar Abramovich sagði hann frekar óljóst hvers vegna eitrað var fyrir honum. Það gæti hafa verið óhapp en hugsanlega hafi verið eitrað fyrir honum af því að hann hafi talað frekar hlutlaust um stríðið og það hafi verið talið merki um að hann væri ekki traustur aðili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gurrý flytur sig um set
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“