fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Vill rífa Gaflaraleikhúsið og stækka víkingaþorpið

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 29. mars 2022 14:44

Gaflaraleikhúsið og Fjörukráin. Skjáskot/Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar, hefur keypt eignina á Víkingastræti 2 þar sem Gaflaraleikhúsið er nú til húsa. Hann ætlar að láta rífa húsið og stækka við Víkingahótelið. Fjarðarfréttir greindu frá þessu.

Jóhannes segir í samtali við DV hans markmið sé ekki síst að fegra miðbæinn og byggja upp í átt við það útlit sem einkennir víkingaþorpið svokallaða.

Húsið að Víkingastræti 2 var byggt 1920. „Það er vitað að þetta hús er úr sér gengið,“ segir hann. Þarna hafi verið verksmiðja áður en leyfi var veitt fyrir leikhúsinu.

Jóhannes hefur þegar sótt um deiliskipulagsbreytingu vegna niðurrifsins og nýrrar viðbyggingar en skipulags- og byggingarráð tók neikvætt í þær hugmyndir sem þá voru lagðar fram. Hann segir að þetta hafi aðeins verið ein tillaga og segist ótrauður ætla að halda áfram og koma með nýja tillögu þar til hann fær samþykkt.

„Við erum að koma með tillögu að hótelbyggingu,“ segir hann en hugmyndin er að bæta við 50 herbergjum.

Núverandi leigusamningur rennur út  í júní á næsta ári og vonast Jóhannes til að þá verði hægt að hefjast handa.

Þá bendir hann á að bæjarstjórnarkosningar séu í vændum og hann treysti því að nýir bæjarfulltrúar sem koma þá inn hafi hug á að hlúa betur að þessum hluta Hafnarfjarðar sem í raun sé hjarta bæjarins.

Fjörukráin. Nýja byggingin yrði í þessum stíl. Mynd/GVA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti