fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Úkraínskur heimsmeistari féll í orustunni um Maríupól

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 16:30

Maksym Kagal. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maksym Kagal, fyrrum heimsmeistari í sparkboxi (kickboxi) féll nýlega í orustunni um Maríupól en þar hafa úkraínskar varnarsveitir veitt rússneska innrásarhernum harða mótspyrnu.

Oleg Skyrta, þjálfari Kagal, skýrði frá þessu á Facebook að sögn The Independent. „Því miður tekur stríðið þá bestu. Fyrsti heimsmeistarinn í sparkboxi frá okkar frábæru borg Kremenschuk. Heiðarlegur og góður maður. Hvíldu í friði bróðir. Við munum hefna þín,“ skrifaði Skyrta.

Kagal var þrítugur að aldri. Hann varð heimsmeistari í sparkboxi 2020.

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu gerði hann hið sama og svo margir aðrir úkraínskir íþróttamenn og greip til vopna og fór í fremstu víglínu til að berjast gegn rússnesku hersveitunum. Í færslu Skyrta kemur fram að Kagal hafi barist með Azov-hersveitinni í Maríupól en Rússar hafa setið um borgina vikum saman og hafa nær gjöreyðilagt hana með stórskotaliðshríð og flugskeytaárásum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“