„Hver sem útkoman í aðgerðinni (í Úkraínu, innsk. blaðamanns) verður þá er það ekki ástæða til að beita kjarnorkuvopnum. Við erum með öryggishugtak sem kveður mjög skýrt á um að það megi aðeins nota kjarnorkuvopn, og við munum nota þau, þegar tilvist ríkisins er ógnað,“ sagði hann að sögn CNN.
Þegar hann var spurður út í ummæli Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í Póllandi um helgina þar sem hann kallaði Pútín „slátrara“ og sagði að hann ætti ekki að vera lengur við völd sagði Peskov þau vera „mikið áhyggjuefni“. „Þetta er persónuleg móðgun. Auðvitað er þetta algjörlega óásættanlegt. Það er ekki hlutverk forseta Bandaríkjanna að ákveða hver er forseti Rússlands.“
Peskov neitaði að rússneskar hersveitir hefðu viljandi skotið á óbreytta borgara í Úkraínu þrátt fyrir frásagnir heimamanna, fréttamanna og úkraínskra hermanna um annað.