fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Talsmaður Pútíns segir að kjarnorkuvopnum verði ekki beitt í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 08:00

Dmitry Peskov. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar munu aðeins beita kjarnorkuvopnum ef tilvist ríkisins er ógnað, ekki vegna stríðsins í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns Rússlandsforseta og stjórnar hans, í samtali við PBS Newshour í gær.

„Hver sem útkoman í aðgerðinni (í Úkraínu, innsk. blaðamanns) verður þá er það ekki ástæða til að beita kjarnorkuvopnum. Við erum með öryggishugtak sem kveður mjög skýrt á um að það megi aðeins nota kjarnorkuvopn, og við munum nota þau, þegar tilvist ríkisins er ógnað,“ sagði hann að sögn CNN.

Þegar hann var spurður út í ummæli Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í Póllandi um helgina þar sem hann kallaði Pútín „slátrara“ og sagði að hann ætti ekki að vera lengur við völd sagði Peskov þau vera „mikið áhyggjuefni“. „Þetta er persónuleg móðgun. Auðvitað er þetta algjörlega óásættanlegt. Það er ekki hlutverk forseta Bandaríkjanna að ákveða hver er forseti Rússlands.“

Peskov neitaði að rússneskar hersveitir hefðu viljandi skotið á óbreytta borgara í Úkraínu þrátt fyrir frásagnir heimamanna, fréttamanna og úkraínskra hermanna um annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“