Sky News skýrir frá þessu og segir að samkvæmt stöðuskýrslunni sé reiknað með að Rússar muni senda rúmlega eitt þúsund málaliða, þar á meðal háttsetta foringja, til að berjast í Úkraínu.
Ástæðan er mikið mannfall hjá rússnesku hersveitunum og vegna þess að sókn Rússar hefur nær algjörlega stöðvast. Í stöðuskýrslunni segir að til þess að bregðast við þessu hafi Rússar mjög líklega neyðst til að kalla liðsmenn Wagner Group frá Afríku og Sýrlandi til að berjast í Úkraínu.
Wagner Group er í eigu rússneska auðmannsins Yevgeny Prigozhin sem er vinur Vladímír Pútíns forseta. Vesturlönd hafa margoft sakað Wagner Group um mannréttindabrot í Afríku, Sýrlandi og Líbíu. Pútín hefur alltaf svarið öll tengsl Wagner Group við rússnesk yfirvöld af sér en svo ótrúlegt sem það nú er þá birtast liðsmenn Wagner Group nær undantekningarlaust þar sem rússneski herinn á í átökum.