fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Magnúsi gert að greiða rúmar 16 milljónir í sekt fyrir skattalagabrot

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. mars 2022 12:54

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóra Íshesta og fyrrum forstjóra Klakka, borgi 16,1 milljón króna sekt til ríkissjóðs fyrir skattalagabrot. Sektina skal Magnús greiða innan fjögurra vikna ellegar sæta átta mánaða fangelsi.

Magnús Sch, Thorsteinsson

Magnús var ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2016 og 2017. Var Magnús sagður hafa vantalið fram samtals 57,7 milljóna tekjur frá einkahlutafélaginu Pólstjörnunni en félagið er að fullu í hans eigu.

Sjá einnig: Skeiðað undan Skattinum – Forstjóri Íshesta ákærður fyrir skattsvik

Í ákærunni voru ásrstekjur Magnúsar árið 2016  sagðar hafa numið um 56 milljónum króna, en ef marka má ákæruna vantaði þar inn rúmar fimm milljónir sem Magnús þáði frá Pólstjörnunni. Það sama var uppi á teningnum árið 2017, en á skattframtali þess árs er Magnús sagður hafa vantalið fram heilar 55.7 milljónir. Framtaldar tekjur það ár Magnúsar námu um 43 milljónum.

Samtals var Magnús því sagður hafa vantalið tekjur upp á 57.7 milljónir króna. Af þeim hefði Magnús átt að greiða rúmar 26 milljónir í tekjuskatt, eða eftir atvikum 11.5 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Aðalkrafa Héraðssaksóknara var sú að Magnús yrði dæmdur fyrir að hafa svikist um greiðslur tekjuskatts, en varakrafa að hann hafi vangreitt fjármagnstekjuskatt.

Ingvi Tryggvason, héraðsdómari, komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um stórfellt brot hjá Magnúsi að ræða. Hann hefði málsbætur í ljósi þess að hann hafði þegar gert upp endurákvörðuð gjöld skattstjóra vegna málsins. Var honum því eingöngu gert að greiða sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á skattgreiðslunum á réttum tíma.

Magnús lét af störfum sem forstjóri Klakka eftir sjö ára starf árið 2018 og snéri sér að hestamennskunni. Hann er nú framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Íshesta auk þess sem hann situr í stjórn fjölmargra fyrirtækja.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjaness

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“