Lögreglumenn þurftu að beita varnarúða gegn einstaklingi sem hafði í hótunum við lagana verði rétt fyrir kl.06 í miðbænum í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna sofandi einstaklings í stigahúsi hótels í hverfi 101. Einstaklingurinn var vakinn og brást hann þá illa við og hafði í hótunum um ofbeldi við lögreglumenn. Lögreglumenn beittu varnarúða gegn einstaklingnum og er hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.
Um kl.10.30 var óskað eftir aðstoð í bílastæðahús í miðbænum vegna ölvaðra einstaklinga og var þeim vísað út.
Kl.7.30 í morgun var óskað ftir aðstoð lögreglu í hverfi 112, en þar var ölvaður einstaklingur að banka á glugga íbúðar. Einstaklingurinn var fjarægður og komið til heim til sín.
Stuttu síðar var tilkynnt um sófa á akbraut við Gullinbrú. Um ráðgátu er að ræða sem fulltrúm Reykjavíkurborgar var falið að leysa.