fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Leyniskyttan Irina hefur 40 mannslíf á samviskunni – Var hún handboltakona eða nunna áður?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 06:03

Irina. Mynd:Úkraínski herinn/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn tóku nýlega Irina Starikova, sem gengur undir heitinu Bagira, höndum í Úkraínu. Hún hefur verið leyniskytta síðustu átta árin en hún hefur barist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hún særðist í bardaga við Úkraínumenn og skildu félagar hennar hana eftir til að deyja.

Þetta sagði hún úkraínsku hermönnunum sem tóku hana höndum. Í tilkynningu frá úkraínska hernum segir að Bagira hafi verið handsömuð og að hún hafi skotið „fangana okkar 2014“.

The Sun segir að Girogi Revishvili, hjá Department of War Studies við King‘s College London, hafi staðfest að Bagira sé nú í haldi Úkraínumanna.  Hann skýrði frá þessu á Twitter og sagði að Bagira beri ábyrgð á dauða 40 Úkraínumanna, þar á meðal almennra borgara.

Irina. Mynd:Úkraínski herinn/Twitter

The Sun segir að talið sé að Bagira sé frá Serbíu og að Úkraínumenn hafi reynt að ná henni síðan 2014. Margt virðist þó vera á huldu um uppruna hennar en sagt hefur verið að hún sé fyrrum handboltakona að nafni Danilea Lazovic og hafi hlotið dóm fyrir fíkniefnasmygl. Einnig hefur því verið haldið fram að hún hafi verið nunna áður en hún gerðist leyniskytta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“