Þetta sagði hún úkraínsku hermönnunum sem tóku hana höndum. Í tilkynningu frá úkraínska hernum segir að Bagira hafi verið handsömuð og að hún hafi skotið „fangana okkar 2014“.
The Sun segir að Girogi Revishvili, hjá Department of War Studies við King‘s College London, hafi staðfest að Bagira sé nú í haldi Úkraínumanna. Hann skýrði frá þessu á Twitter og sagði að Bagira beri ábyrgð á dauða 40 Úkraínumanna, þar á meðal almennra borgara.
The Sun segir að talið sé að Bagira sé frá Serbíu og að Úkraínumenn hafi reynt að ná henni síðan 2014. Margt virðist þó vera á huldu um uppruna hennar en sagt hefur verið að hún sé fyrrum handboltakona að nafni Danilea Lazovic og hafi hlotið dóm fyrir fíkniefnasmygl. Einnig hefur því verið haldið fram að hún hafi verið nunna áður en hún gerðist leyniskytta.