fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Læknir kemur parkódíni til varnar – „Það er ljótt að hræða fólk frá því að nota lyf í hófi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. mars 2022 12:30

Hjalti t.v og Árni t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, hefur undanfarið rætt í fjölmiðlum um að það sé „þvæla“ að COVID-19 sjúklingum sé ávísað verkjalyfinu Parkódíni. Lyfið sé ávanabindandi ópíóði og rannsóknir bendi til að það geri minna gagn en áður var talið. Ræddi Hjalti um þetta mál í samtali við Fréttablaðið sem og í Kastljósinu á sunnudag, þá einkum í sambandi við að Lyfjastofnun hefur tímabundið veitt heimild til sölu á Parkódíni án lyfseðils til COVID-smitaðra.

Árni Tómas Ragnarsson, læknir, hefur ýmislegt við málflutning Hjalta að athuga. Hann ritar grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu.

„Yf­ir­lækn­ir bráðadeild­ar Land­spít­al­ans fór mik­inn í Kast­ljósþætti RÚV ný­lega og varaði við notk­un lyfs­ins Parkó­dín, sem hann kvað vera stór­hættu­legt og ætti helst að banna. Hann vísaði líka til þess að rann­sókn­ir hefðu sýnt fram á gagns­leysi lyfs­ins og að aðrar þjóðir notuðu ekki jafn mikið af þessu og svipuðum lyfj­um og við Íslend­ing­ar.“

Telur Árni að Hjalti hafi sjálfur enga reynslu af því að annast sjúklinga sem glíma við langvarandi verki og að með málflutningi sínum sé Hjalti að hræða að óþörfu þúsundir Íslendinga sem nota Parkódín til verkjastillingar.

„Parkó­dín er sam­sett lyf, sem inni­held­ur að hluta til lyfið kó­dín, sem hef­ur verið notað í ára­tugi til að stilla verki. Það er eitt elsta verkjalyfið, sem enn er notað í dag og því mik­il reynsla kom­in á notk­un þess. Það hef­ur aldrei verið sýnt fram á skaðleg áhrif þess sé það notað í ráðlögðum skömmt­um, sem lang­flest­ir gera. Aðeins ör­fá­ir ein­stak­ling­ar of­nota lyfið, en flest­ir þeirra myndu finna sér önn­ur lyf og skaðlegri, ef notk­un Parkó­díns (og álíkra verkjalyfja) væri bönnuð.“

Árni segir að það væri auðvitað voðalega gott ef engir einstaklingar glímdu við verki til langs tíma, en staðan sé því miður ekki þannig.

„Þúsund­ir Íslend­inga eru með langvar­andi verki og finnst Parkó­dín lina þá. Þeir gefa lítið fyr­ir rann­sókn­ir sem sýna annað. Það er nefni­lega þannig að það er eng­inn, sem veit hvernig öðrum líður á sál og lík­ama en sá sem á þá sál og lík­ama. Og þar af leiðandi er eng­inn, sem veit hvað virk­ar best gagn­vart t.d. verkj­um, kvíða, þung­lyndi og svefn­leysi, nema þeir sem þurfa að búa við þá kvilla. „

Árni segir að það sé aðeins örlítill hluti fólks, sem hafi veri ávísað Parkódíni, sem misnoti það. Langflestir fari eftir leiðbeiningum og hljóti engan skaða af notkun lyfjanna heldur þvert á móti meiri lífsgæði.

„Það er ljótt að hræða fólk frá því að nota lyf í hófi, sem því finnst sjálfu að því líði bet­ur af. Ég hef starfað sem lækn­ir í 50 ár og hef mikla reynslu af notk­un þess­ara lyfja og sára­sjald­an séð nei­kvæðar af­leiðing­ar af því að ég ávísi þeim til skjól­stæðinga minna. En for­dóm­arn­ir meðal margra lækna og al­menn­ings eru mikl­ir. „

Árni minnist þess að fyrir árið 1940 hafi nánast engin lyf, eins og við þekkjum þau í dag, verið til. Heldur aðeins mixtúrur sem læknar skrifuðu upp á til að friðþæga skjólstæðinga sína – sem hafi þó verið gagnslausar. Lyfjabyltingin hafi bætt líðan fólks og forðað því frá bana.

„Við lif­um því góða tíma hvað lyf varðar, lyf sem hafa bætt líðan og lífs­lík­ur fólks í rúm 80 ár, – lyf, sem ekki voru til áður. Við erum hepp­in að vera uppi á þess­um tím­um, en ger­um okk­ur ekki alltaf grein fyr­ir því!“

Hér fyrir neðan má sjá færslu Hjalta um Parkódín á Twitter sem varð upphafið að umræðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“