fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Tveir starfsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar stignir til hliðar vegna ásakana um áreitni og ofbeldi – Uppfært

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands hætti störfum í síðustu viku í skugga ásakana um kynferðisofbeldi. DV greindi frá því í febrúarmánuði að meðlimur Sinfóníuhljómsveitarinnar væri kominn í ótímabundið leyfi frá störfum eftir ásakanir um áreitni og ofbeldi. Sá er enn í leyfi. Tveir starfsmenn hafa því stigið til hliðar að undanförnu vegna ásakana.

Í síðustu viku hætti í stjórn SÍ stjórnarformaðurinn Sigurbjörn Þorkelsson sem í skriflegu svari til DV segir það ekki tengjast umræddum ásökunum en hann hafi beðist lausnar fyrir um mánuði.

Samkvæmt heimildum DV hefur verið vitað um ásakanirnar innan SÍ lengi en ekkert verið aðhafst.

Mannlíf greindi síðan frá því í morgun að óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson hafi nýverið skrifað á Facebooksíðu SÍ þar sem fjallað var um tónleika til styrktar neyðarsöfnun Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Kristján hrósaði framtakinu en bætti við: „En það er ekki jafn vel gert að hylma yfir starfsmanni sekann um kynferðislegt afbrot. Er ekki ráð að skoða það mál opinberlega og heiðarlega kæra stjórn.“ Þessum þræði hafi síðan verið eytt en Mannlíf birti skjáskot.

Kristján Jóhannsson vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband og vísaði á stjórn SÍ.

Ekki hefur náðst í Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra SÍ, vegna málsins í dag.

Sigurbjörn Þorkelsson svaraði tölvupósti frá blaðamanni sem spurði um ástæður þess að hann hættir í stjórn, þar sem hann segir: „Ég var upphaflega skipaður formaður stjórnar sinfó árið 2014 af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni.  Þegar skipunartími minn var útrunninn gerði ég ráð fyrir að hætta en núverandi menningarráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, bað mig um að vera áfram og taka þátt í því að ráða nýjan framkvæmdastjóra.  Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn og ég baðst lausnar þegar Lilja fann nýverið nýjan aðila til að taka við þessu hlutverki,“ en um mánuður er síðan hann baðst lausnar.

Blaðamaður benti þá á að tilkynnt hafi verið um ráðningu núverandi framkvæmdastjóri, Láru Sóleyjar, vorið 2019 og hún hafið störf 1. ágúst, sem sé einmitt sami dagur og þegar skipunartímabil núverandi stjórnar hófst, og spurði hvort hann ætti við að það hafi tekið allan þennan tíma að finna nýjan stjórnarformann. Sigurbjörn svaraði um hæl: „Ég veit satt að segja ekki hvenær leit að nýjum stjórnarformanni hófst.“

Þá náðist ekki tal af þeim starfsmanninum sem lét af störfum í síðustu viku.

Uppfært klukkan 18:15

Spurningar sem DV sendi til Láru Sóleyjar ásamt svörum hennar:

Ég hef fengið þær upplýsingar að vitað hafi verið af báðum málum innanhúss lengi en ekkert aðhafst. Hvernig svarar þú því?

„Þegar að upp koma ásakanir eða ábendingar um meint einelti, áreitni eða ofbeldi tökum við slíku alvarlega og fylgjum stefnu og viðbragðsáætlun Sinfóníuhljómsveitarinnar. Við getum hinsvegar ekki tjáð okkur um einstaka mál, enda værum við þá að brjóta á rétti þeirra sem skilgreindir eru sem meintir þolendur í viðbragðsáætlun okkar til að hafa stjórn á málinu og málalyktum. Við teljum það ekki okkar hlutverk að opinbera slík mál.“

Er einhvers konar ráðgjöf í boði fyrir annað starfsfólk við þessar aðstæður sem eru eflaust þrúgandi? Ef já, hvernig ráðgjöf?

„Hvað fræðslu og ráðgjörf fyrir starfsfólk okkar varðar þá leitumst við við að fara reglulega yfir áætlanir okkar svo allir þekki boðleiðirnar og úrræðin sem eru í boði og geti leitað sér aðstoðar eða komið á framfæri ábendingum. Við erum einnig að skoða núna með hvaða hætti við getum sem best haldið utan um okkar starfsfólk þegar umræða sem þessi er í fjölmiðlum.“

Má eiga von á því að sá starfsmaður sem er í ótímabundnu leyfi snúi aftur? Ef já, hvenær?

(Ekkert svar)

Þá fékk ég þær upplýsingar að stjórnarformaður hefði sagt sig úr stjórn nýverið. Hver er nýr stjórnarmaður?

„Varðandi nýjan stjórnarformann þá er Sigurður Hannesson um það bil að taka við formennsku.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar