fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Rússneskir herforingjar hrynja niður eins og flugur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. mars 2022 05:59

Andrei Mordvichev. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa að minnsta kosti fimm rússneskir hershöfðingjar fallið. Þetta þykir óheyrilegur fjöldi og sýnir vel að það er hættulegt að vera rússneskur hershöfðingi í dag.

Á föstudaginn sögðust Úkraínumenn hafa fellt fimmta rússneska hershöfðingjann frá upphafi stríðsins. Það var Andrei Mordvichev. Úkraínski herinn segist raunar hafa fellt sjö hershöfðingja. Rússar hafa staðfest að fimm þeirra hafi fallið. Hvor talan sem er rétt þá er hún óheyrilega há að sögn hernaðarsérfræðingar. Til samanburðar hefur verið bent á að enginn bandarískur hershöfðingi hafi fallið í stríðsátökum frá 1970 til 2014 og það þrátt fyrir að Bandaríkin hafi háð mörg stríð á þeim tíma.

„Þetta er mjög óvenjulegt. Úkraínski herinn er með mjög góðar leyniskyttur. Þeir taka hershöfðingjana bara einn af öðrum,“ sagði David Petraeus, fyrrum hershöfðingi í Bandaríkjaher og yfirmaður CIA, í samtali við CNN.

Hernaðarsérfræðingar segja að reikna megi með að 20 rússneskir hershöfðingjar taki þátt í stríðinu í Úkraínu. Fjórðungur þeirra, hið minnsta, er því fallinn.

Tveir síðustu hershöfðingjarnir, sem voru felldir, eru þeir tveir sem höfðu hlotið flest heiðursmerki rússneska hersins.

Almennt eru hershöfðingjar ekki í víglínunni heldur langt að baki og stýra her sínum þaðan. En þeir sem hafa fallið í Úkraínu voru í fremstu víglínu eða nærri henni þegar úkraínskar leyniskyttur skutu þá. Bent hefur verið á að líklega hafi þeir verið í fremstu víglínu af því að hernaður Rússa gengur svo illa. Þeir hafi átt að hvetja sína menn áfram og stýra þeim. Ef rússneski herinn hefði náð góðum árangri í stríðsrekstri sínum væri engin ástæða fyrir hershöfðingja að vera í fremstu víglínu.

Það er ekki þannig að hershöfðingjarnir gangi um með skotskífu málaða á sig þegar þeir heimsækja fremstu víglínurnar. En það er samt sem áður ekki erfitt fyrir leyniskyttur að sjá að þar eru háttsettir foringjar á ferð því þeir ferðast með töluverðu fylgdarliði. Þess utan hafa borist fregnir af fjarskiptavanda innan rússneska hersins og að hermenn notist mikið við venjulega farsíma og talstöðvar sem eru ekki dulkóðaðar. BBC segir að þetta auðveldi Úkraínumönnum að vita hvar æðstu yfirmenn hersins eru hverju sinni.

Ekki er útilokað að Úkraínumenn leggi sérstaka áherslu á að hafa uppi á háttsettum herforingjum og vega þá. Það getur eflt baráttuanda úkraínskra hermanna og að sama skapi dregið úr baráttuanda þeirra rússnesku. Wall Street Journal hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni innan starfsliðs Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, að úkraínski herinn sé með sérstaka njósnadeild sem einbeiti sér að því að finna háttsetta rússneska herforingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki