fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Ræstingakonan lifði í fátækt – Síðan kynntist hún Pútín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. mars 2022 05:51

Svetlana Krivonogikh komst fljótt í álnir eftir að hún kynntist Pútín. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er greinilega ekki algilt að störf við ræstingar, sem almennt eru láglaunastörf, þýði að viðkomandi þurfi að lifa við kröpp kjör alla ævi. Að minnsta kosti ekki hjá Svetlana Krivonogikh sem er nú 46 ára.

Hún ólst upp við fátækt og slæmar fjölskylduaðstæður, faðir hennar var drykkfelldur og lífið erfitt. Fjölskyldan bjó í félagslegu húsnæði í fjölbýlishúsi þar sem mikið af afbrotamönnum bjó. Eldhúsi og salerni deildu þau með öðrum fjölskyldum.

Þegar hún var orðin stálpuð byrjaði hún að starfa við þrif til að létta undir með móður sinni. En í dag á hún eignir fyrir rúmlega 100 milljónir dollara að sögn margra fjölmiðla. Uppskriftin að þessari auðsöfnun? Engin, að minnsta kosti ekki opinberlega. Óopinbera uppskriftin: Hún var leynileg ástkona Vladímír Pútíns Rússlandsforseta.

„Ég hef aldrei heyrt þetta nafn,“ sagði Pútín þegar blaðamenn óháða rússneska miðilsins The Project spurðu hann fyrir tveimur árum. Svarið var svo sem ekki óvænt því Pútín hefur alla tíð neitað að svara spurningum um einkalíf sitt og það er ekki af ástæðulausu. Hann hefur nefnilega ekki verið við eina fjölina felldur í kvennamálum.

Krivonogikh er ein af ástkonum hans og er sögð hafa verið sú fyrsta. Hermt er að samband þeirra hafi byrjað á meðan hann var enn kvæntur Lyudmila Putina, sem hann á tvær dætur með.

Fjölmiðlar komust á snoðir um samband hans og Krivonogikh þegar Panamaskjölin voru birt og gátu grafið upp eitt og annað um samband þeirra en 23 ára aldursmunur er á þeim.

Ekki er vitað hvar þau kynntust en vitað er að það var í lok tíunda áratugarins þegar Pútín var varaborgarstjóri í St. Pétursborg. Margir þáverandi nágranna Krivonogikh tóku eftir að breytingar voru að eiga sér stað. „Hún eignaðist ríkan velgerðarmann. Sykurpabba,“ sagði einn þeirra í samtali við The Project þegar rætt var um að árið 2000 fluttu mæðgurnar úr félagslegu íbúðinni í fínasta hverfið í St. Pétursborg, Kamenny, þar sem aðeins elítan býr. Á þessum tíma ferðaðist Krivonogikh oft flugleiðis á milli St. Pétursborgar og Moskvu.

Þetta sama ár lauk Krivonogikh háskólanámi í hagfræði og blekið var varla þornað á prófskírteininu þegar hún var orðin hluthafi í Bank Rossiya. Sá banki hefur verið umsvifamikill í Rússlandi en hluthafar í honum eru allt fólk sem tengist Pútín nánum böndum.

En hlutabréf í bankanum voru ekki endastöðin á leið Krivonogikh að ríkidæmi. Washington Post segir að árið 2003, nokkrum vikum eftir að hún eignaðist dóttur, hafi hún skyndilega eignast tæplega 200 fermetra lúxusíbúð í Monte Carlo. Verðmæti þessarar íbúðar er í dag sem svarar til um tveggja milljarða íslenskra króna.

Hún á einnig skíðasvæði norðan við St. Pétursborg, 120 feta lúxussnekkju, lúxusíbúð í St. Pétursborg og aðra í Moskvu. Báðar í flottustu hverfunum. Hún á menningarmiðstöð í St. Pétursborg og á skúffufyrirtæki í Panama og á Bresku Jómfrúareyjum, en þetta eru þekkt skattaskjól, svo nokkrar eignir séu nefndar.

Allt þar til The Project birti grein um hana og ótrúlegan auð hennar árið 2000 var hún virk á samfélagsmiðlum og var ekki feimin við að monta sig af lúxuslífsstíl sínum. Myndir af henni í dýrum pelsum, með dýr sólgleraugu og demantseyrnalokka. En í kjölfar birtingar greinarinnar hætti hún á samfélagsmiðlum og hefur ekki viljað tjá sig um auð sinni eða lífshlaup við The Project eða Washington Post.

En svo vikið sé að dótturinni sem hún eignaðist 2003 þá er talið að Pútín sé faðir hennar. Hún heitir Elizaveta Krivonogikh. Á fæðingarvottorði hennar stendur að faðir hennar sé óþekktur nema hvað föðurnafn hans er sagt vera: Vladimirovna. Það dylst fáum að er dregið af nafni Vladímír Pútíns. Þá segja margir að hún líkist forsetanum mjög.

Elizaveta Krivonogikh. Sterkur svipur er sagður með henni og Pútín. Mynd:Facebook

Hún var dugleg á samfélagsmiðlum og var með nokkra aðganga þar sem hún notaði hin ýmsu nöfn, meðal annars Luiza Rozova. Á þeim leyfði hún fylgjendum sínum að fylgjast með lúxuslífi sínu. Eftir umfjöllun The Project byrjaði hún að hylja andlit sitt á myndum á samfélagsmiðlum. Í kjölfar umfjöllunar Washington Post síðasta haust hætti hún síðan alveg á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings