Tveir ökumenn voru handteknir í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þeir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Skráningarnúmer voru klippt af átta bifreiðum vegna vanrækslu á greiðslu vátrygginga eða vanrækslu á að færa bifreiðarnar til skoðunar á tilsettum tíma.
Lögreglunni var tilkynnt um þjófnað á matsölustað í miðborginni síðdegis í gær. Ofurölvi einstaklingi var ekið heim til sín úr miðborginni.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án tilskilinna réttinda. Bifreið hans reyndist ótryggð og voru skráningarmerkin því klippt af henni.