fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Merkja breytingar á skemmtanamenningunni eftir faraldurinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. mars 2022 09:00

mynd/dv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er útilokað að skemmtanalífið í miðborginni sé að breytast í kjölfar tveggja ára tímabils þar sem afgreiðslutíminn var síbreytilegur vegna sóttvarnaaðgerða. Aðsóknin virðist dreifast meira því sumir byrja fyrr að skemmta sér, eins og var gert á tímum faraldursins, en aðrir virðast detta aftur í sama gamla farið og fara seint út að skemmta sér.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Kormáki Geirharðssyni, hjá Ölstofu Kormáks og Skjaldar, að skemmtanalífið sé vel á veg komið með að fara aftur í fyrra far en fólk hafi þó ekki sama úthald og áður. „Menn eru farnir að geispa fljótlega upp úr eitt og komnir í vatnið hálfþrjú,“ er haft eftir honum um stemningu síðustu helgar. Hann sagðist gruna að fólk fari nú fyrr út á lífið en áður, til dæmis út að borða. „En kannski með hækkandi sól þá færist þetta í gamla horfið. Ef við fáum gott sumar held ég að orkan fari aftur upp. Í mínum huga eiga menn eftir að vera með mismunandi afgreiðslutíma, eftir því hvernig kúnnahópurinn er samansettur. Fjölbreytni er af hinu góða,“ sagði hann.

Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi Priksins, sem yngra fólk sækir kannski frekar tók í sama streng og Kormákur. „Heilt yfir sjáum við að þessi Covid-stíll af skemmtanalífi, þar sem fólk mætti snemma í miðborgina, hann hefur alveg haldist,“ sagði hann og bætti við að með hverri helgi sem líður rétti flæðið úr sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Fréttir
Í gær

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnandi maður henti stól í starfsmann geðdeildar

Ógnandi maður henti stól í starfsmann geðdeildar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening