fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Gæs fékk lögreglufylgd heim í gærkvöldi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan sinnir verkefnum af ýmsum toga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook síðu sinni að verkefni þeirra um helgina hafi verið fjölbreytt en hafi bæði menn og dýr ratað í vandræði og þarfnast aðstoðar.

„Í gærkvöld var tilkynnt um gæs við Hringbraut í Reykjavík, en óttast var að hún hefði orðið fyrir bíl. Haldið var á vettvang, en fuglinn reyndist augljóslega hafa orðið fyrir hnjaski af einhverju tagi.“

Lögreglumenn afréðu svo að skutla gæsinni heim og sneru svo aftur síðar um kvöldið til að kanna hvort enn væri í lagi með hana.

„Eftir vangaveltur var afráðið að koma gæsinni aftur „til síns heima“ og hún því færð á Reykjavíkurtjörn. Síðar á vaktinni var svo athugað aftur með „sjúklinginn“ sem hafði þá synt út á tjörnina og náð að koma sér makindalega fyrir þar í eyju. Vonandi er það vísbending um að gæsin nái að braggast vel á nýjan leik.“

Með færslunni fylgdi svo mynd af björgunaraðgerðinni sem má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Fréttir
Í gær

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnandi maður henti stól í starfsmann geðdeildar

Ógnandi maður henti stól í starfsmann geðdeildar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening