fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Er ekki í vafa – Innrás Pútíns er „óumræðanlega“ misheppnuð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. mars 2022 08:00

Úkraínskur hermaður í Odesa en borpallarnir eru sunnan við borgina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að henda reiður á öllum þeim upplýsingum sem berast af stríðinu í Úkraínu. Hvað er rétt og hvað er rangt? Bæði Rússar og Úkraínumenn dæla út upplýsingum sem reikna má með að séu ekki alltaf sannleikanum samkvæmt. Þetta eru til dæmis tölur um mannfall hins aðilans og árangur á vígvellinum. Ekki má síðan gleyma hreinum áróðri sem er dælt út.

En er hægt að lesa eitthvað úr þeim upplýsingum sem berast og segja til um hvor aðilinn segir sannleikann? Alexander Høgsberg Tetzlaff, hjá Center for Militære Studier við Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við B.T. að ljóst sé að tölurnar yfir fallna séu mjög mismunandi, allt velti á hver segir frá. Hann sagðist samt sem áður ekki í neinum vafa um að innrásin hafi alls ekki gengið eins og Rússar áttu von á.

„Það er mikil óvissa um tölurnar en það er enginn vafi á að Rússarnir hafa misst miklu fleiri menn en þeir áttu von á,“ sagði hann.

Hann benti á að NATÓ segi að Rússar hafi misst 7.000 til 15.000 menn og að Úkraínumenn segist hafa eyðilagt 1.500 brynvarin ökutæki og allt að 500 skriðdreka. Það sé mikið tap á einum mánuði.

„Það er óumdeilanlegt að innrás Rússa í Úkraínu er misheppnuð,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að Rússar hafi fyrir fram talið sig örugga um skjótan sigur og að stjórn Volodomyr Zelenskyy myndi falla. Ástæðan sé að leiðtogarnir í Kreml höfðu fengið lélegar upplýsingar um stöðu mála í Úkraínu.

„Í mínum augum sýnir þetta veikleika einræðisríkis sem er stýrt með ótta, þar sem aðeins einn maður eða mjög fáir taka ákvarðanir. Af þeim sökum þorir enginn að leggja fram mat, sem er rétt, en er í raun slæmar fréttir. Þess vegna fær Pútín ekki réttar upplýsingar og getur ekki tekið ákvarðanir í samræmi við það. Það er afgerandi til að geta sigrað í stríði,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt