fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Marta ósátt með enskuslettur hjá íslensku útvarpsfólki – „Ég er ein af þeim sem fæ í eyrun“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. mars 2022 12:34

Myndin er samsett - Til vinstri: Marta Eiríksdóttir - Til hægri: Útvarpskona, mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ein af þeim sem fæ í eyrun þessa dagana þegar ég hlusta á útvarpsþætti í umsjón fólks sem slettir „obvíusslí“ eða „absolútlí“ og fleiri enskuslettum sem eru nánast að kaffæra umræðuna.“

Svona hefst pistill sem Marta Eiríksdóttir, rithöfundur og íslenskukennari, skrifar en pistillinn birtist á Vísi í gær. Ljóst er að Marta er ekki hrifin af slettunum sem útvarpsfólk lætur falla í beinni á útvarpsstöðvum landsins.

„Mér líður þannig þegar ég hlusta á málflutning af þessu tagi, að allt fer fyrir ofan garð og neðan sem fólkið segir. Innihald þess verður nánast ein þoka í hausnum á mér því sumar sletturnar skil ég bókstaflega ekki. Við erum ekki að tala um erlent fólk sem af veikum mætti langar til að tala mál íslensku þjóðarinnar, nei við erum að tala um Íslendinga með stórum staf.“

Marta segist velta því fyrir sér hvers vegna þetta útvarpsfólk skuli vera að „leika sér að því að glopra niður íslenskum orðaforða sínum“ í skiptum fyrir ensk orð. „Veit einhver hvers vegna þetta er að gerast núna? Getum við lagað þetta?“ spyr hún.

„Meira að segja dagskrárgerðarfólk á íslenska ríkisútvarpinu okkar er nánast hætt að vanda málfar sitt en þar á bæ var ávallt viðhaft mjög vandað íslenskt mál. Það var beinlínis til þess ætlast að dagskrárgerðarfólk sýndi móðurmálinu þá virðingu.“

Þá segist Marta gera sér grein fyrir því að tungumál séu í stöðugri þróun. „En þetta sem er að gerast núna er einskonar tískubylgja (trend) sem tröllríður allri dagskrárgerð og í samtölum manna á milli. Viljum við virkilega glopra niður íslenskri tungu? Þurfum við ekki að staldra við og skoða hvers virði móðurmálið er okkur og afkomendum okkar?“

Var ekki sátt en þagði

Marta nefnir annað dæmi um það hvernig íslenskan verður undir enskunni í pistlinum. Um daginn var ég stödd á námskeiði ásamt tíu Íslendingum og tveimur Evrópubúum. Ákveðið var af námskeiðshaldara að tala ensku vegna þessara tveggja erlendu gesta,“ segir hún.

„Ég var ekki sátt en þagði og velti því fyrir mér hvers vegna Íslendingar setja tungumálið sitt til hliðar? Það æfist hjá erlendum borgurum þegar þeir finna að þeir þurfa að læra málið til að taka þátt. Alveg eins með mig erlendis, ég aðlaga mig að útlandinu en ekki öfugt.“

„Tungumálið er lykill“

Marta vitnar í Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, í pistlinum. „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu – með latínunni,“ sagði Vígdís á sínum tíma og Marta spyr hvort það eigi virkilega að leyfa íslenskunni að lenda í ruslinu. „Eða eigum við að hysja upp um okkur buxurnar og fara að leika okkur að því að finna íslensk orð í stað enskuslettanna?“

Íslensk vinkona mín sem starfar nú á Grænlandi segir Grænlendinga vera mjög stolta af landi sínu, hefðum, tungumáli og bara öllu sem grænlenskt er. Hún segist aldrei kynnst eins mikilli ást á eigin landi og þar. Þeim þykir mjög dýrmætt og mikilvægt að halda í hefðir og tungumálið sitt.

Marta talar þá um þjóðir sem eru stoltar af móðurmáli sínu og nefnir til dæmis frumbyggja í Noregi og Grænlendinga máli sínu til stuðnings. „Hvað með okkur? Leyfum við okkur að vera stolt þjóð eða erum við full af meðvirkni gagnvart þeim sem búa í landinu okkar núna og tala ekki íslensku? Getum við hjálpað þeim að tileinka sér betur íslensku? Æfa þá í að tala íslensku með því að tala við þá á íslensku en ekki ensku? Myndi það ekki í raun skapa þeim fleiri atvinnutækifæri? Um leið gera landið okkar auðugra og fjölbreyttara með kunnáttu þessa fólks. Tungumálið er lykill.“

Að lokum segir Marta að það sé kraftur í íslenskri tungu. „Þaðan fáum við kraftinn okkar. Með því að veikja íslenskt mál erum við að veikja okkur sem þjóð. Það er mín skoðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
Fréttir
Í gær

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara