fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Á leið frá Frankfurt til Dallas en beygðu í hvelli til Keflavíkur – Reykur um borð í vélinni

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. mars 2022 12:44

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél frá þýska flugfélaginu Lufthansa hóf flug frá Frankfurt í morgun og var á leið til Dallas í Bandaríkjunum. Þegar vélin var komin út á Atlantshaf tók hún hvassa beygju til hægri í átt að Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Vísis þurfti flugvélin að óska eftir neyðarlendingu á Keflavíkurflugvelli vegna reyks um borð.

Upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við Vísi að viðbúnaður hafi verið töluverður en útkallið er merkt rautt samkvæmt litakóða. Slökkvilið mætti á flugvöllinn og tók á móti vélinni. Flugvélinni hefur nú verið lent en upplýsingafulltrúinn gat ekki gefið meiri upplýsingar að svo stöddu.

DV hafði samband við höfuðstöðvar Lufthansa í Þýskalandi og spurðist fyrir um ástæðu nauðlendingarinnar. Ekki eru komin svör við þeirri fyrirspurn en fréttin verður uppfærð þegar þau berast.

Uppfært 13:05:

Blaðamaður náði tali af talsmanni Lufthansa í Þýskalandi en hann sagði að flugvélin hafi beygt til Keflavíkur af öryggisástæðum.

„Mér skilst að það hafi bara komið upp tilkynning um reyk, það er ástæðan fyrir því að þeir tóku ákvörðunina um að beygja til Keflavíkur. Öryggið er alltaf í fyrsta sæti,“ sagði talsmaðurinn í samtali við DV.

Þá sagði hann að vélin hafi náð að lenda með eðlilegum hætti og að það sé í lagi með alla um borð. Nú sé verið að fara yfir flugvélina til að sjá hvað er að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
Fréttir
Í gær

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara