Rétt um klukkan þjrú í dag bárust fregnir af þremur kraftmiklum sprengjum í úkraínsku borginni Lviv og myndir birtust sem sýndu svartan reyk yfir borginni.
Reuters greina frá því að minnst fimm séu særðir eftir sprengingarnar. Borgin Lviv er í vesturhluta Úkraínu í rétt rúmlega 60 km fjarlægð frá landamærunum við Pólland. Um fyrstu stóru loftárásina á borgina er að ræða.
Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður, er staddur í Lviv, en þangað er hann nýkominn til að vinna að umfjöllun um stríðið.
Hann sagði í samtali við DV að sprengjurnar hafi heyrst vel þar sem hann er og hafi það komið nokkuð á óvart í ljósi ummæla rússneskra yfirvalda í gær um að framvegis ætli þeir að einbeita innrás sinni á Donbass svæðið.
Björn Ingi segir að þetta væri þó ekki í fyrsta sinn sem Rússar gangi bak orða sinna.
Björn Ingi segir að nú standi yfir leiðtogafundur í Póllandi þar sem forseti Bandaríkjanna, Joe Biden hitti fyrir forseta Póllands, Andrzej Duda, og veltir Björn Ingi fyrir sér hvort að um aðvörunarskot hafi verið að ræða þar sem rússnesk yfirvöld eru gífurlega ósátt við Vesturlöndin sem og nágrannaríki sín fyrir viðbrögð þeirra við innrásinni.
Skemmst er að minnast harðra viðbragða rússneskra yfirvalda við ásökunum Bidens um að Pútín væri stríðsglæpamaður – en rússnesk yfirvöld kröfðust þess að hann drægi þau ummæli sín til baka og gæfi auk þess út afsökunarbeiðni. Það hefur Biden þó ekki gert heldur þvert á móti staðið fast við þau ummæli.
Björn Ingi segir að sprengjurnar hafi annars vegar verið nærri fjarskiptastöð og hins vegar nærri olíuhreinistöð um 1,6 kílómetrum frá miðsvæði borgarinnar.
Aðspurður um hvort þetta hafi ekki verið ógnvekjandi lífsreynsla segist Björn Ingi ekki vilja gera sjálfan sig að neinni söguhetju, en þetta sýni bara skýrt hvaða staða sé uppi í Úkraínu.
„Þetta sýnir manni að hér er stríð og ekkert til sem heita örugg svæði eða borgir“
Borgurum og öðrum sem staddir eru í Lviv hefur verið sagt að halda sig innandyra, og þó svo hingað til hafi árásir Rússa ekki í miklum mæli verið beint að Lviv, segir Björn Ingi að fólk sé viðbúið að staðan breytist.
„Við bara búum okkur undir það versta“
Björn Ingi birti líka rétt í þessu myndskeið í „story“ á Facebook þar sem hann segir:
„Jæja þá er nú kannski friðurinn úti hérna í Lviv þar sem að sprengjur hafa fallið, allavega þrjár, síðasta klukkutímann. Ekki ólíklegt að það tengist því að Biden Bandaríkjaforseti er á fundi með Pólverjum hérna hinum megin við landamærin. En það liggur ekki fyrir hvar þessar árásir eru, hvort þær séu við miðborgina eða hvað.“
Síðan heyrist hvellur á upptökunni svo ekki heyrist skýrt hvað Björn Ingi segir en síðan heldur hann áfram „..heyrist hérna sprengjudynur út um allt og fólk er beðið um að halda sér til hlés og fara niður í byrgi.“
BREAKING NEWS: Getting the first look from the scene of the airstrike in Lviv from @donlemon pic.twitter.com/rNT93EVu5T
— Nora Neus (@noraneus) March 26, 2022
❗️❗️The Russian army struck at Lviv. We are waiting for information from the Military Administration.
Stay in the shelters— Андрій Садовий (@AndriySadovyi) March 26, 2022
Just out of #Lviv Big commodities supermarket gets hit by #Russia rockets. Expecting #CivilianCasualties as people were doing Saturday shopping. This is first major air raid on Lviv #NoFlyZoneOverUkraine is still very much in demand pic.twitter.com/J4s2mBfnhK
— Lesia Vasylenko (@lesiavasylenko) March 26, 2022
Thick black smoke over Lviv, #Ukraine after the Russian strike. The city is about 40 miles from the Polish border. President Biden is in Poland today, and about to deliver a special address. pic.twitter.com/GF6XDiruK6
— Ostap Yarysh (@OstapYarysh) March 26, 2022