fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Páli blöskrar tilnefningar Aðalsteins og Þórðar Snæs – „Þá mun koma í ljós hver er fórnarlamb í þessu máli“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. mars 2022 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, blöskrar að Blaðamannafélag Íslands hafi tilnefnt þá blaðamenn sem fjölluðu um málefni svonefndrar „skæruliðadeildar“ Samherja til blaðamannaverðlauna. Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook.

Skæruliðadeildin er nafn hópur einstaklinga gaf sér í samtölum. Hún samanstendur af þremur einstaklingum, Þorbirni Þórðarsyni almannatengli, Örnu Bryndisí McClure Baldvinsdóttur lögmanni og Páli Steingrímssyni skipstjóra. Uppljóstrað var um hópinn í fréttum Kjarnans og Stundarinnar, en fréttirnar byggðust á gögnum sem miðlarnir höfðu undir höndum sem sýndu samtöl milli þremenningana þar sem þeir lögðu á ráðin um næstu skref í áróðursherferð fyrir Samherja gegn þeim fjölmiðlamönnum sem höfðu fjallað um Samherjamálið.

Sjá einnig: Leynisamskipti afhjúpa „skæruliðadeild“ Samherja – Þetta eru lykilmennirnir – „Ég vil stinga, snúa og strá salti í sárið“

Talið er að gögnin hafi komið úr síma Páls, en Páll hefur haldið því fram að síma hans hafi verið stolið eftir að eitrað var fyrir honum. Páll hefur kært þessi brot og hefur blaðamönnum er komu að umfjöllun um skæruliðadeildina verið gert að mæta til yfirheyrslu og þeim veitt staða sakborninga, en um það mál hefur mikið verið fjallað undanfarið.

Páli blöskraði

Í gær var svo greint frá tilnefningum til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Meðal tilnefndra eru Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, en hann er tilnefndur meðal annars fyrir umfjöllun um skæruliðadeildina.

Eins eru Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum tilnefndir fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun Kjarnans um skæruleiðadeildina.

Aðalsteinn, Arnar og Þórður eru þeir sem eru, ásamt Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, með stöðu sakborninga í máli Páls.

„Ég verð að viðurkenna að mér blöskrar að sjá að Blaðamannafélagið hyggist verðlauna þá blaðamenn fyrir það sem þeir skrifuðu um mig og aðra upp úr símanum mínum sem var stolið,“ skrifar Páll á Facebook um málið. Hann heldur áfram og gefur lítið fyrir uppljóstrun blaðamannanna um skæruliðadeildina.

„Ég hef áður vakið athygli á því að áróðurinn sem á að verðlauna var unninn upp úr brotakenndum gögnum og fylltu þessir blaðamenn inn í eyðurnar eins og þeim þóknaðist. Skýrasta dæmið um það er að innan Samherja hafi verið “skæruliðadeild” gagngert til að gera þeim lífið leitt. Sú túlkun er ekkert annað en hugarfóstur þeirra sjálfra.“

Blaðamannafélagið missi trúverðugleika

Páll segir Blaðamannafélagið missa „þann litla trúverðugleika“ sem það hafði að ætla að verðlauna blaðamennina.

„Ég hef sagt það áður og segi aftur, ég vill gefa lögreglunni færa á að rannsaka málið í friði áður en ég tjái mig um hluti sem tengjast því að ég endaði í öndunarvél og símanum mínum var stolið.“

Páll rekur að nú hafi átta dómarar Íslands kveðið upp þá niðurstöðu að lögregla megi rannsaka meintan hlut blaðamannanna í brotunum gegn Páli.

„Þessir blaðamenn kjósa hins vegar að láta það sem vind um eyrun þjóta og leggja allt sitt traust á orð eiginkonu formanns Samfylkingarinnar sem gert hafði sig vanhæfa með eigin ummælum áður en hún fékk málið til sín.“

Vísar Páll þar til dómara Héraðsdóms norðurlands eystra, Arnbjargar Sigurðardóttur. En Arnbjörg taldi að lögreglu hafi ekki verið heimilt að veita blaðamönnunum stöðu sakborninga. Páll er þó þeirrar skoðunar að Arnbjörg hafi verið vanhæf í málinu þar sem hún hafi áður greint frá sinni afstöðu í vitna viðurvist.

Sjá einnig: Páll segir að Arnbjörg hafi gefið upp afstöðu sína í málinu fyrirfram – „Dómgreindarleysi að taka málið að sér“

Í besta falli barnaskapur

„Að það hvarfli að einhverjum að lögreglan sýni á öll spil sín áður en hún hefur tækifæri til að yfirheyra sakborninga er í besta falli barnaskapur en í versta falli sagt af ásettu ráði til að afvegaleiða almenning,“ skrifar Páll.

Hann segir að staðan í dag sé sú að blaðamennirnir séu með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn.

„Er eitthvað eðlilegt við að Aðalsteinn sé enn varaformaður Blaðamannafélagsins? Eða Þórður Snær og Þóra Arnórsdóttir ritstjórar og ábyrgðarmenn fjölmiðla og beri ábyrgð á umfjöllun eða komi að umfjöllun um mig og þetta mál?“

Að lokum minnist Páll á að ummæli sem áðurnefndir blaðamenn hafi látið falla við erlenda miðla, um að lögreglan sé á nornaveiðum og um sé að ræða hefnd fyrir umfjöllun um málefni Samherja – eigi ekki við rök að styðjast.

„Að lokum vil ég taka skýrt fram að allt sem þessir blaðamenn hafa haldið fram, þá einkum í erlendum fjölmiðlum er rangt. Þetta eru ekki nornaveiðar, hefnd fyrir umfjöllun né er þetta fólk fórnarlömb að neinu leyti. Mun það koma í ljós þegar lögreglan lýkur sinni rannsókn. Þá mun koma í ljós hver er fórnarlamb í þessu máli“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna