Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að viku eftir að innrásin hófst hafi sykur og hveiti verið uppselt á mörkuðum í Moskvu. Þegar borgaryfirvöld hafi tilkynnt að þau myndu standa fyrir sérstökum mörkuðum með nauðsynjavörur í síðustu viku mættu mörg hundruð manns.
Viktor Nazarov sagði í samtali við The Guardian að fólk væri að deila upplýsingum sín á milli um hvar það geti fengið sykur. „Þetta er klikkun,“ sagði hann og bætti við að þetta minni á ástandið á tímum Sovétríkjanna.
Myndbönd hafa verið birt á samfélagsmiðlum af fólki að slást um sykur í verslunum. Á sama tíma hafa embættismenn haldið því fram að engin skortur sé á nauðsynjavörum.
Reikna má með að ástandið núna sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal.