fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Blöðruboltinn í hópeflinu dregur dilk á eftir sér

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. mars 2022 18:38

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hafnaði í gær bótakröfu leikskólakennara sem slasaðist á hópefli í kjölfar starfsdags árið 2016. Umrætt slys átti sér stað í blöðrubolta sem skipulagður var af starfsmannafélaginu.

Formlegri dagskrá starfsdagsins var þá lokið og tók hópefli við á vegum starfsmannafélagsins. Í blöðruboltanum átti það sér svo stað að samstarfsmaður leikskólakennarans hljóp á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa og hlaut alvarlegan áverka á vinstra hné. Kalla þurfti til sjúkrabíl og á sjúkrahúsinu kom í ljós að kennarinn hafði slitið krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné, auk þess sem hún hlaut skemmd í liðþófa. Var hún í kjölfarið óvinnufær í um tvo mánuði og þurfti að ganast undir aðgerð á hné nokkrum mánuðum síðar.

Umræddur leikskóli er í Reykjavík og því var leikskólakennarinn starfsmaður borgarinnar og slysatryggð samkvæmt kjarasamningi. Slysið var tilkynnt til embættis borgarlögmanns sem slys á vinnutíma og því ættu reglur um slysatryggingar borgarstarfsmanna við.

Eins var slysið tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands og Vinnueftirlitsins.

Sjúkratryggingar mátu varanlega örorku kennarans 15 prósent og féllust á að greiða bætur á grundvelli laga um slysatryggingar almannatrygginga.

Mikilvægur liður í starfi allra kennara

Reykjavíkurborg taldi þó að um frítímaslys væri að ræða þar sem að formlegri dagskrá á vegum vinnuveitanda var lokið þegar slysið átti sér stað. Starfsmönnum hefði ekki verið skylt að taka þátt í hópeflinu og vinnutíma var lokið.

Kennarinn var ekki sammála þeirri túlkun. Benti hún á að Sjúkratryggingar hafi talið þetta vera vinnuslys, enda hefði slysið átt sér stað á vinnutíma hennar, á vinnustað, er henni var ætlað að vera að störfum. Hópefli sé mikilvægur liður í starfi allra kennara og gegni því hlutverki að hrista hópinn saman og bæta starfsanda. Taldi kennarinn ljóst að ekki hafi í raun verið val um að taka þátt í hópeflinu eða ekki þar sem um skipulagða dagskrá í beinu framhaldi af starfsdegi hafi verið að ræða og hafi allir starfsmenn tekið þátt.

Þetta væri ekki það sama og þegar starfsmenn kæmu saman utan vinnutíma og fjarri vinnustað.

Reykjavíkurborg benti á að formlegri dagskrá starfsdags hefði lokið 15:30 og þar með hafi skemmtidagskrá starfsmannafélagsins tekið við. Leikskólastjóri hafi upplýst starfsmenn um að formlegum skipulagsdegi væri lokið og skemmtidagskrá tekin við og hafi því nokkrir starfsmenn haldið heim, en aðrir haldið inn í leikskóla til að klæða sig í búning, sem hafi verið hluti af skemmtuninni. Starfsmannafélagið hafi á þessum tíma boðið upp á áfenga drykki.

Ekki ein af starfsskyldunum

Í dómi héraðsdóms, þar sem varnir borgarinnar eru raktar, segir:

„Það liggi að mati stefnda [Reykjavíkurborgar] í augum uppi að þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldu stefnanda sem leikskólakennara heldur hafi verið um valfrjálsa þátttöku starfsmanns í skemmtidagskrá starfsmannafélagsins að ræða.“

Reykjavíkurborg benti á að kennarinn hafi fengið bætur á grundvelli reglna borgarinnar um slysatryggingar utan starfs, enda sé hún sjúkratryggð allan sólarhringin. Deilan í málinu snúist um hvort um vinnuslys væri að ræða eða ekki, en vinnuslys gæfi kennaranum hærri bætur.

Héraðsdómur tók undir með borginni og taldi ljóst að slysið hefði átt sér stað eftir að vinnuskyldu kennarans var lokið þennan dag.

Leikskólakennarinn skaut málinu til Landsréttar sem var afdráttarlaus í niðurstöðu sinni en þar sagði:

„Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi lá skýrt fyrir að formlegri dagskrá starfsdagsins var lokið er áfrýjandi varð fyrir slysinu. Með því lauk viðveruskyldu áfrýjanda á vinnustaðnum.“

Málið hefur þýðingu sérstaklega fyrir þá sem ekki eru slysatryggðir í frítíma í störfum sínum, en þarna kveður Landsréttur skýrt á um það að slys sem eigi sér stað í viðburðum á vegum starfsmannafélaga utan vinnutíma, sem starfsmönnum er ekki skylt að mæta á, teljast ekki til vinnuslysa. Því er betra að fara varlega í starfsmannapartýjum.

Dómur Landsréttar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“