fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Þetta er maðurinn sem er sagður heilinn á bak við eyðingu Maríupól – „Af hverju er ekki búið að afmynda andlit hans?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. mars 2022 05:44

Mikhail Mizintsev. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að 90% af Maríupól, þar sem um 400.000 manns bjuggu fyrir innrás Rússa í Úkraínu, hafa verið eyðilögð eða skemmd í árásum rússneska hersins sem hefur látið flugskeytum og stórskotaliðshríð rigna yfir borgina vikum saman.

The Sun segir að talið sé að hugmyndasmiðurinn á bak við þessar árásir á Maríupól sé rússneski hershöfðinginn Mikhail Mizintsev. Hann hefur nú verið nefndur „Slátrari Maríupól“. Hann er forstjóri rússnesku rússnesku varnarmálaskrifstofunnar.

Úkraínsk yfirvöld segja að Mizintsev sé hugmyndasmiðurinn á bak við árásirnar á Maríupól og þar með á fæðingardeild í borginni og á leikhús þar sem allt 1.000 almennir borgarar höfðu leita skjóls undan sprengjuregninu.

Sergey Bratchuck, talsmaður úkraínsku herstjórnarinnar í Maríupól, skrifaði á samfélagsmiðla að Maizintsev hafi gefið fyrirmæli um árásir á fæðingardeild, barnasjúkrahús, leikhús og heimili almennra borgara. „Hann er að eyða Maríupól eins og hann eyddi sýrlenskum borgum,“ skrifaði hann.

Þegar Minitsey tjáði sig um umsátrið um Maríupól endurtók hann orð rússneska yfirvalda og kenndi Úkraínumönnum um „hryðjuverkin“ í borginni og kallaði þá „nýnasista“ og „glæpamenn“.

Olexander Scherba, fyrrum sendiherra Úkraínu í Austurríki, gaf Mizintsev viðurnefnið „Slátrari Maríupól“ og deildi upptöku af samskiptum Mizintsev og undirforingja í rússneska hernum en Úkraínumenn hleruðu samtalið. Scherba birti þýðingu á samtalinu á Twitter. Í því heyrist Mizintsev fordæma hermann fyrir að vera ekki í einkennisbúningi og segir hann „úrhrak af hæstu gráðu“. „Af hverju er ekki búið að afmynda andlit hans? Af hverju er enginn búinn að skera eyrun af honum? Af hverju er þessi fáviti ekki haltur? Þegar hann fer út að næturlagi stökkva óþekktir árásarmenn á hann. Stökkva bara á hann og berja aftur og aftur, berja hann í andlitið með flösku,“ er hann sagður hafa sagt við undirforingjann.

Mizintsev var að sögn heilinn á bak við hluta af aðgerðum rússneska hersins í Sýrlandi 2016 þar sem Rússar gerðu loftárásir, þar á meðal á borgina Aleppo. Þar gerðu þeir meðal annars loftárás á sjúkrahús og létust 53 í henni. Rússneskar hersveitir notuðu klasasprengjur og fleiri álíka vopn til að gera valda almennum borgurum sem mestum skaða. Rússar eru einnig sagðir hafa aðstoðað sýrlenska stjórnarherinn við að gera efnavopnaárásir á Aleppo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings