Um klukkan 23 í gærkvöldi sinnti ökumaður bifreiðar ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar honum voru gefin merki um að stöðva aksturinn í Grafarholti. Hann talaði í farsíma, ók utan vegar og náði að komast undan lögreglunni eftir að hafa ekið út af akbrautinni og yfir móa.
Lögreglan fann ökumanninn og bifreiðina síðar og var ökumaðurinn handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleiri brot. Hann var vistaður í fangageymslu.