Úkraínski herinn segir í stöðuskýrslu dagsins að margar rússneskar hersveitir hafi nú hörfað yfir til Rússlands eða séu á leið þangað. Ástæðan er að þær hafa orðið fyrir miklu mannfalli.
Segir í stöðuskýrslunni að hersveitirnar hafi misst rúmlega helming liðsaflans.
Rússar hafa ekki staðfest þetta.