Á tólfta tímanum í gærkvöldi var ökumaður bifreiðar handtekinn á Vesturlandsvegi í Árbæ. Hann var nærri því að valda umferðarslysi þegar hann ók í veg fyrir lögreglubifreið. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.
Í miðborginni var tilkynnt um þjófnað úr hótelherbergi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Úr því var fartölvu og fleiri munum stolið.
Þrír ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.